Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 107
98
]ón Helgason:
PretiafélagsriiiO.
komulag um aðalatriðið sjálft, svo að um síðir var deilt um
þaÖ eitt, hvort María heíði í sjálfu getnaðaraugnablikinu verið
hreinsuð af allri erfðasynd eða fyrst síðar. En eftir að krist-
munkar komu til sögunnar hlaut kenning þessi svo almenna
viðurkenningu, að ekki vantaði annað en hátíðlega staðfesting
hennar, er gerði hana að trúaratriði og viðurkenning hennar
að sáluhjálparskilyrði.
Þetta hafðist fram í tíð Píusar IX. 1854. Árið 1849 (2.
febr.) hafði páfi gefið út umburðarbréf, þar sem hann lýsti
yfir því, að hann vildi binda enda á allar deilur um óflekk-
aðan getnað Maríu. Trúfræðileg nefnd, er sett hafði verið,
lýsti yfir því hátíðlega, að hvað sem liði vitnisburði heilagrar
ritningar, þá nægði einsaman erfikenningin innan kirkjunnar
til þess að mynda trúarsetningu, og 8. des. 1854 var yíir-
náttúrlegur getnaður Maríu bundinn fastmaelum í páfabréfinu
»Ineffabilis Deus«, þar sem svo er að orði komist, að hin
sælasta mey María hafi á fyrsta augnabliki getnaðar síns fyrir
sérstaka náðargjöf almáttugs Guðs verið varðveitt hrein af
sérhverri saurgun erfðasyndarinnar. Þessi kenning er talin
opinberuð af Guði. Með þessari trúarsetningu, sem hefir ekki
við neitt að styðjast í heilagri ritningu (menn hafa tilfært
henni til stuðnings 1. Mos. 3,15. Ljóðalj. 4,2 og 12, Lúk. 1,28),
og fer í bága við kenningu kristindómsins, sem ekki viður-
kennir neinn leystan frá synd í hinum fallna heimi fyrir daga
Krists, varð rudd braut trúarsetningunni um óskeikun páfans,
sem ekki var síður athugaverð.
Tíu árum síðar en þetta gerðist (1864), gaf Píus páfi út
umburðarbréf (»Quanta cura«) með viðfestri skrá yfir háska-
legustu villukenningar þeirra tíma (Syllabus). í skrá þessari
eru fyrirdæmdar meðal 80 villukenninga, sem vart verði á
vorum dögum, stefnur eins og algyðistrú, skynsemistrú, mót-
mælendatrú, jafnaðarmenskukenning, sameignarkenning, leyni-
félög, biblíufélög, samvizkufrelsi, helgisiðafrelsi, prentfrelsi,
kenningin um aöskilnað ríkis og kirkju. Að síðustu er þar
klykt út með fyrirdæmingu þeirrar setningar, að páfinn í Rómi