Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 29
22
Sigurður P. Sívertsen:
Prastafélagsrítið.
„Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa
á Guð sinn og land sitt skal trúa“.
Ég hefi í upphafi þessa erindis bent á, að velgerðamenn
mannkynsins í verklegum efnum, hafi orðið forgöngumenn
vegna þess, að þeir áttu hugsjón, sem þeir trúðu á og börð-
ust af heilum hug fyrir að koma í framkvæmd. Ef vér för-
um til vors eigin lands, er reynslan þá ekki nákvæmlega
hin sama?
„Þeir menn, sem börðust fremst, með traustri trú,
til takmarks þess, sem loks er fært að ná“ (H. H.),
voru það ekki mennirnir, sem mest hafa lyft þjóð vorri til
framfara og hagsældar? Mennirnir, sem í framsækinni bar-
áttu fyrir heill þjóðar vorrar, höfðu að einkunnarorðum:
„Þótt þjaki böl með þungum hramm
þrátt fyrir alt þú skalt, þú skalt samt fram“ (H. H.)
Það eru slíkir bjartsýnir menn, sem ávalt verða »vormenn
íslands«.
En lítum því næst á síðara atriðið, sem ég nefndi, óskir
manna um göfgun þjóðarinnar.
Tökum fyrst göfgun einstaklinganna. Hver ráð eru til þess,
að hafa göfgandi áhrif á einstaklinginn, sérstaklega á upp-
vaxandi æskulýð, sem taka á við forystunni af núlifandi eldri
kynslóð?
Ég vil minna á ummæli eins af vorum þektustu skóla-
mönnum, í ræðu er hann fyrir fáum árum hélt til nemenda
sinna. Hann talar um brestleitni og kostleitni, um andlyndi
og forlyndi, og finnur það að skólum vorum, að þar sé meir
leitað þess, »er nemendur ekki kunna og ekki geta, heldur
en hins, hvað þeir kunna og hvað í þeim býr«. Telur hann
þeíta koma fram í prófum og einkunnagjöfum skólanna, og
segir að sér hafi virzt, að einkunnagjafir, sem fremur fari í
þá átt »að fella fákunnanda, en tryggja velkunnanda í einni
grein sæmd og sigur«, hafi átt þátt í, að sumir hafa orðið
æfilangir prófdómendur, er íamara er að telja »göt og glopp-
ur en skapa verðmæti og smíða gripi góða úr efni eða anda
eða róma rausnartök, tilþrif og fjörspretti*. En um forlyndi