Prestafélagsritið - 01.01.1930, Page 207
Prejtafélagsritið. Kirkjulegí síarf meðal sjómanna. 197
mikillar hjálpar í ströngu baráttunni þeirra við hafið. — Þetta
starf innanlands byrja Norðmenn 12. jan. 1880.
/ Danmörku var hafist handa 12. nóv. 1867, eða þrem
árum síðar en í Noregi.
Það var cand. theol. H. V. Sthyr, síðar biskup, sem stofn-
aði »Foreningen til Evangeliets Forkyndelse for skandina-
viske Sömænd i fremmede Havne«. í stjórn eru 12 menn,
og á hún sæti í Kaupmannahöfn. — Núverandi formaður er
H. M. Fenger prófasíur og prestur við Holmenskirkju í Kaup-
mannahöfn.enframkvæmdastjóri er sóknarprestur A. V. Storm1).
Síðan 1874 hefir félagið gefið út blað er nefnist »Havnen*.
Félagið starfar nú í 14 erlendum höfnum, og á jafnmargar
sjómannakirkjur og stofur.
Innanlands byrja Danir ekki fyr en árið 1881, og fyrsta
sjómannaheimilið reisa þeir árið 1905, >Bethel« í Kaup-
mannahöfn, sem margir íslenzkir sjómenn kannast við og
hafa átt margar góðar stundir á.
Nú eiga Danir 40 sjómannaheimili innanlands, og hafa von
bráðar náð því takmarki, sem sett var í upphafi: Sjómanna-
heimili við hverja höfn í landinu, sem nokkuð er siglt á að ráði.
Svíar byrja árið 1883. Þeir eiga heimili og sjómanna-
kirkjur í mörgum erlendum höfnum, og innanlands eiga þeir
44 sjómannastofur og 11 heimili.
Finnar stofna til starfsins 22. jan. 1875. Stjórn þess situr
í Helsingfors. Blað hennar »Sjömandsvennen« hefir komið
út síðan 1881. — Þeir eiga 25 sjómannakirkjur og stofur í
jafnmörgum erlendum höfnum.
Færeyingar eru minsta þjóðin á Norðurlöndum. Öll þjóðin er
aðeins 25 þúsundir. Höfuðsiaðurinn Þórshöfn hefir 2700 íbúa.
Þar hafa þeir reist myndarlegt sjómannaheimili, það var vígt
13. maí 1923, og kostaði 115 þúsund krónur. Þar að auki
senda þeir tvo menn hingað til íslands á hverju ári, meðan
fiskifloti þeirra er við íslandsstrendur, til þess að starfa á
1) Báðir eru dánir á þessu sumri, Fengir prófastur 11. júlí, en Storm
sóknarprestur 4. ágúst.