Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 117
108
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
samband Þýskalands við páfastólinn, sem lagt hafði verið
niður 1874. Og það sem meira er: árið 1885 var Leó XIII.
efíir tillögum Bismarcks kjörinn oddamaður í deilum Þýska-
lands og Spánar um Karólínsku-eyjarnar; páfinn úrskurðaði
Spáni eyjarnar, en Þjóðverjum fult verslunarfrelsi.
Það er álit manna, að Píus IX. hafi alls ekki ætlað þeim
manni, sem varð eftirmaður hans, sæti sitt á Pétursstóli er
hann félli frá, og því hafi hann skipað Gioacchino Vincenzo
Pecci kardínála formann (camerlengo) kardínálaráðsins, sem
páfakosningin var falin, því að orð lék á því, að formaður
ráðsins hrepti aldrei kosningu sjálfur. En hvað sem hæft kann
að vera í þessu, þá fór nú samt kosningin á þá leið, að
Pecci kardínáli var sjálfur kosinn og tók sér páfanafnið Leó
XIII. (1878—1903). Heppilegri mann gat katólska kirkjan
ekki fengið yfir sig eins og tímarnir voru þá. enda jókst
vegur páfastólsins mjög um daga Leós, þótt kirkjuríkið væri
nú alveg úr sögunni. Því að Leó páfi var mesti hæfileika-
maður. Hann var að vísu enginn afburða lærdómsmaður og
hvorki djúphugull talinn né ýkja frumlegur. En hann var
maður fastur fyrir, gjörhugull um allar tímans hræringar og
kunni flestum fremur að færa sér þær í nyt. »Hann var eng-
inn nýtísku-maður sjálfur, en hann þekti heiminn, sem hann
lifði í, flestum betur«, hefir verið um hann sagt. Hann hafði
notið tilsagnar kristmunka í uppvexti sínum og hann hafði
þegar þótt skara fram úr flestum jafnaldra sinna. Hann vissi
snemma hvað hann vildi og hafði snemma sett sér hátt mark
að keppa að. Gregor XVI. hafði gert hann 27 ára gamlan
að húspresti sínum og notaði hann sem erindreka sinn fyrir
norðan fjöllin, bæði í Belgíu, á Englandi og í Þýskalandi.
1845 hafði hann orðið biskup í Perugia, og átta árum síðar
hlotið kardínálatign. Frá 1871 er hann í Rómi, en vara-
biskup stýrði embætti hans. Sem biskup var hann atkvæða-
mikill og lét sér m. a. mjög ant um mentun presta sinna.
Hann á að hafa verið hlyntur því, að rannsóknarréttur væri
aftur settur á fót, en jafnframt vann hann að því, að setja á
stofn katólsk blöð með því að honum fékk ekki dulist áhrifa-