Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 79
72
Helgi Konráðsson:
Preslafélaosriliö.
sem vígður er, sé kallaður iil verksins, því að þá öðlast hann
andann, jafnvel þó að hann sé alls ekki vígður með handa-
yfirlagningu nokkurs manns.
Sama er að segja um heilaga kvöldmáltíð. Viðtaka í trú er
meira virði en veiting í trú, þó að hvorttveggja fari bezt saman.
Ef borinn er saman sá geysimunur, sem er á kenningum
rómversku kirkjunnar og frjálslyndra mótmælendakirkna, íþess-
um fáu, en mikilvægu atriðum, þá furðar engan, þótt svo
sýnist sem eining muni eiga langt í Iand. — Hinn mikli gáfu-
maður Píus páfi XI. skrifaði 6. jan. 1928 umburðarbréf, sem
hann sendi út til klerka sinna og kennimanna. Þar lýsir hann
því, hve litla von hann hafi um samvinnu í náinni framtíð og
alls ekki með öðrum skilyrðum en þeim, sem greint hefir
verið frá hér að framan. Meðal annars farast honum orð á
þessa Ieið: »Hvernig er hægt að hugsa til þess, að þeir menn
geti sameinast, sem virða erfikenningar og telja þær heilagar,
og hinir, sem afneita þeim; þeir sem viðurkenna óslitna röð
biskupa, sem tekið hafa við hver af öðrum frá upphafi kirkj-
unnar og virða klerkaveldi sem guðlega stofnun, og hinir, sem
telja það stofnað smámsaman til að fullnægja þörfum tímans;
þeir, sem tilbiðja Krist í heilagri kvöldmáltíð nálægan í raun
og veru fyrir dásamlega eðlisbreytingu efnanna, og hinir, sem
fullyrða, að líkami Krists sé nálægur aðeins fyrir trú; þeir, sem
trúa því, að heiiög kvöldmáltíð sé bæði fórn og náðarmeðal
og þeir, sem segja, að hún sé aðeins minning um páskamál-
tíð frelsarans; þeir, sem telja það rétt að ákalla dýrðlinga,
einkum Maríu mey, og sýna virðingu myndum þeirra, og hinir,
sem afneita slíkri dýrkun vegna þess, að hún sé hjáguða-
dýrkun og óvirðing sýnd Kristi, sem sé hinn eini meðalgang-
ari milli Guðs og manna?«
Bilið er langt á milli, en á endanum uppfyllist bæn ]esús
Krists, að þeir »skuli vera fullkomlega sameinaðir, til þess
að heimurinn komist að raun um, að þú hefir sent mig*
(]óh. 17,23).