Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 243
Prestafélagsritið.
Tvö bréf frá dögum Jesú.
231
máltíðar hjá svona manni“, mælti einn. Og annar svaraði: .Ætli það
skiljist ekki! Hann veit, að hjá Zaklteusi fær hann gott að borða!“ „Og
gott vín með matnum", sagÖi hinn þriðji. Hann heyrði alt þetta, ekki
síður en ég. Eg hugsaði með mér: Skyldi hann ekki nú þegar sjá eftir
því að hafa litið við mér? En rétt í því gekk hann nær mér og sagði:
„Gefurðu ekki líka veitt gistingu þessum vinum mínum?“ Og hann benti
á ungu mennina, sem með honum voru. Auðvitað svaraði ég eins og
vænta mátti. En ég var gersamlega ráðþrota, ]óhanan, og alt hátíðarskap
var rokið burt! O, að ég hefði getað sagt við hann: „Þessir menn rægja
mig saklausan. Þó að ég sé tollheimtumaÖur, eru hendur mínar þó
óflekkaðar". En það gat ég ekki sagt. Þeir sögðu satt, þegar þeir töldu
hús mitt óverðugt þess að hýsa hann. Eg horfði á hann. — Og augu
mín opnuðust. Hjá honum vorum við allir spiltir og óhreinir. Það var
hljómur fyrir eyrum mér, hugsanir mínar voru á ringulreið, en þó heyrði
ég eina rödd segja ákveðið í hjarta mér: „Koma hans í hús mitt má ekki
verða til ónýtis". Og rétt í því við komum heim til mín, varð mér alt í
einu ljóst, hvað mér bar að gera. Eg sneri mér við í forsalnum og kast-
aði af mér yfirhöfninni. „Sjá, herra“, hrópaði ég, „helming eigna minna
gef ég fátækum, og hafi ég haft nokkuð af nokkurum, gef ég honum fer-
falt aftur". Þá rann út í fyrir mér, og ég horfði biðjandi augum á hann.
Ég gat ekki lesið hugsanir hans, en sólbjart bros lék um varir hans,
og ég var ánægður. Hann hóf upp hönd sína, eins og vildi hann blessa
húsiö mitt, og sagði: „í dag hefir hjálpræði hlotnasf húsi þessu. Einnig
Zakkeus er Abrahams sonur". Já, þetta sagði hann; það eru hans óbreytt
orð. Hann sagði, að ég væri ekki afhrak allra, og ég hefi komist að
raun um, að sonur Abrahams má tilbiðja Abrahams Guð. „Mannsson-
urinn", sagði hann — kallaði hann sig líka því nafni þegar þú hittir
hann? — „Mannssonurinn er kominn fil þess að leita að hinu týnda og
frelsa það“. Hve undarlegt! Ég vissi eigi, að ég væri fýndur, fyrri en ég
var fundinn! Hann fór svo inn og dvaldi hjá okkur.
Og þetta eitt gat ég sagt, að við verðum aldrei hin sömu sem við
vorum áður. Þó ég sé ekki ungur framar, er ég nú aftur að byrja að
lifa. Hann er farinn, heldur áfram til Jerúsalem. Þar mun hann því miður
eiga marga óvini. Ég heyrði ljótan orðróm í gær; ég ætla því á morgun
til Jerúsalem, því að ég verð að vita vissu mína.
Hvað iíður eignum mínum? Við förum úr húsinu að mánuði liðnum.
Hann Sakarías, gamli þjónninn okkar, ætlar að fara með okkur, því aö
hann vill ekki við okkur skilja. En alf hitt þjónustufólkið verður að fara.
Eg hefi farið um alt og greitt mönnum ferfaldar skaðabætur, eins og ég
lofaði. Það var enginn hægðarleikur, en mér þó auðveldara, en ég bjóst
viö, og ég held að ég sé nú nærri því búinn að þessu. Sumir héldu, að
ég væri orðinn vitlaus, en við peningunum tóku þeir, og voru handfljótir,
svo að ég næði þeim ekki aftur, ef ég skyldi sjá mig um hönd. Fáeinir