Prestafélagsritið - 01.01.1930, Side 61
54
Kristinn F. Stefánsson:
Prestafélagsritið.
Fjölmörg félög, smærri og stærri, voru mynduð víða úti á
landi af mentuðum áhugamönnum urn þessi efni. Þar voru
síðan spurningarnar ræddar frá öllum hliðum, efni viðað að,
og alt síðan sent undirbúningsnefndinni í London, ásamt nýj-
um uppástungum og spurningum. A árinu 1922 barst svo
mikið efni að, að sýnilegt þótti, að allar 12 nefndirnar myndu
hafa ærið nóg að starfa næsta árið. Hver nefnd skyldi skila
skýrslu um árangur starfs síns og skýrslurnar síðan allar
gefnar út í bókar-formi og lagðar fyrir hið væntanlega þing.
í apríl 1924 var öllu undirbúningsstarfinu lokið, og fór þá
þetta merkilega kirkjuþing fram, sem kallað var: „Kirkjuþing
um kristileg stjórnmál, þjóðhagsmál og þegnrétt“l). Þingstaður
var valinn Birmingham í Mið-Englandi.
Kirkjuþingið sátu um 1500 fulltrúar. Þar af voru um 800
frá ensku kirkjunum, er allar áttu þar fulltrúa, nema rómversk-
kaþólska kirkjan. En margir kaþólskir menn sóttu þingið og
unnu bæði að undirbúningi þess og síðan að þingstörfum, þó
eigi í nafni kaþólsku kirkjunnar. — Nálægt 500 fulltrúar voru
frá ýmsum félögum og stofnunum öðrum en kirkjunum (stúd-
entahreyfingunni, K. F. U. M., lýðháskólahreyfingunni o. fl.).
Ennfremur sóttu þingið um 200 aðrir menn, þar á meðal 80
frá öðrum Iöndum. Hinir ólíkustu kynstofnar og trúflokkar,
flokkar og stéttir, æskan og ellin, áttu þar fulltrúa, og þó
stóðu allir saman í einingu sndans.
Þingið stóð aðeins eina viku og voru menn dag hvern á
fundi frá kl. 9 að morgni til kl. 7 að kveldi. Mikilvægi þings-
ins liggur auðvitað fyrst og fremst í undirbúningsstarfinu. Sjálft
var það aðeins sýnilegur árangur hinnar sívaxandi þjóðfélags-
hreyfingar, sem gekk gegn um allar ensku kirkjurnar með
ómótstæðilegu afli. Þingið hugðist heldur eigi leysa mundi
vandamál félagslífsins, en vildi aðeins heyra raddir um þau,
frá áhugasömum konum og körlum, frá kristilegu sjónarmiði.
Niðurstöður þessara góðu manna eru því aðallega Ieiðbein-
1) Á ensku heitir þingið: Conference on Christian Polilics, Economics
and Citizenship, stytt = Copec.