Skírnir - 01.01.1957, Page 8
6
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
við gráan hversdagsleikann. Eða menn kynnu að tala með van-
þóknun um l’art pour l’art, listina fyrir listina. Um það óheppi-
lega vígorð hefur margt óviturlegt verið sagt. Má vera, að hér
eigi við orðskviðurinn: Þeir segja mest af Ólafi kóngi, sem
hvorki hafa heyrt hann né séð. En hvað um það: Hóraz talar
um að blanda saman hinu nytsama og ljúfa, það sýnir, að hann
taldi það tvö óskyld efni, aðrir mundu segja andstæður. En
þegar til Jónasar Hallgrímssonar kemur, má um það hafa orð
hans sjálfs: Það kemur ekki mál við mig. Jónas var sannarlega
ekki lokaður í hugarheimi sínum, hann lét sér annt um um-
heiminn, aðra menn, föðurland sitt o. s. frv. — en margvís-
legar hugsanir og stefnumið renna saman við listarþrá hans.
Ég þekki fá skáld, er verk þeirra mynda jafnskýra einingu,
þó að þar komi í rauninni saman margvíslegir og sundur-
leitir þættir.1)
II
Sveinninn, sem fæddist á Hrauni í öxnadal haustið 1807,
sennilega 16. nóvember, hvaða vöggugjöf hafði hann hlotið,
sem entist honum til þess að vinna það verk, sem hann vann
síðar? Eflaust gáfur, eflaust hæfileikann að geta fundið til;
án þess gróa elvki beztu blómin í brjósti skáldsins, án þess er
hann ekki skáld. En svo var hann gæddur öðru, sem mótaði
skáldskap hans, sérstakri gáfu, sem sumum er gefin og ekki
öllum, en það voru furðuleg augu, augu gædd sérstökum skýr-
leik, augu þyrst í fyrirbrigði skynheimsins, fegurð himins og
jarðar, einkum dýrð ljósheimsins. Menn hafa skrifað um
augu Goethes, sem einnig var gæddur sérstakri sjóngáfu,
menn hafa talað um „Gegenstandlichkeit“ hans. Jónas Hall-
grímsson hefur þennan sama hæfileika að sjá fyrirbrigðin í
fullum skýrleik, hlutrænt og hlutlægt. Þennan hæfileika get-
ur hvarvetna að líta í kvæðum hans, en hann þroskast enn
og þróast við náttúruskoðun og náttúrurannsóknir á síðari ár-
um hans. Jónas lifði á tímum rómantísku stefnunnar, fegurð-
Margt það, scm vikið er að í fyrra hluta þessa erindis, er rakið nán-
ar i greininni Á aldarártíð Jónasar Hallgrímssonar, Skírni 1945, síðar pr.
í Við uppspretturnar, 1956.