Skírnir - 01.01.1957, Side 10
8
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
önnur gáfan, sem Jonasi var gefin, var tungutak, sem engu
öðru er líkt. Við eins konar gullgerðarlist breytist allt, sem
hann snertir við, í skíran málm. Var hér að ræða um gamlan
arf, úr ætt Hallgríms Péturssonar? Enginn kann að segja það.
En Jónas var svo hamingjusamur, að hann lifði þann tíma,
þegar íslenzkur stíll skipti um ham, öðlaðist aftur hreinleik
og fegurð. 1828, árinu áður en Jónas tekur burtfararpróf úr
Bessastaðaskóla, kemur út þýðing Jóns á Bægisá af Paradísar-
missi, en fáeinar kviður voru þó prentaðar áður. Nokkur af
kvæðum Bjarna Thorarensens höfðu birzt. Á Bessastöðum
hafði Jónas að kennara Sveinbjöm Egilsson. Og hann var
skólabróðir Konráðs Gíslasonar og félagi hans og vinur, eftir
að hann kom til Hafnar. Hann skorti því hvorki kennara né
samstarfsmenn. Annars kom aðalhvötin til endurnýjunar ís-
lenzks ljóðastíls og stíls yfirleitt frá bókmenntum annara
landa í ljóði og lausu máli, en uppsprettan, sem Islending-
amir jusu úr, voru fornbókmenntirnar og lifandi, mælt mál;
í ljóðastílnum var aðaluppsprettan eddukvæðin. Tærleikur
þeirra, einföld fegurð og tign vekur og glæðir þá málkennd
og málsmekk, sem Jónasi er sjálfum eiginlegur, unz hann
hefur öðlazt vald á hinu hreina, einfalda orðalagi, öryggi í
að finna hin réttu orð, næmleik á blæ orðanna, þokka þeirra
og skáldlega fegurð. Hve fljótt hann hefur náð þessum und-
ursamlega tón, má sjá á mörgum elztu kvæðum hans. Ég bendi
hér á „Ferðalok“, sem eru væntanlega kveðin snemma, hvort
sem þeim hefur verið breytt síðar eða ekki. Ég skal nefna hér
sem dæmi andvökuvísu hans, frá skólaárunum:
Þegi þú, vindur!
Þú kunnir aldregi
hóf á hvers manns hag;
langar em nætur
þars þú, inn leiðsvali,
þýtur í þakstráum.
Eða þessa vísu úr erfiljóðum Guðrúnar Stephensen: