Skírnir - 01.01.1957, Síða 13
Skírnir
Skáldið, sem sá hina hreinu fegurð
11
auðvitað ritgerðir um náttúrufræði, því að hann er þess full-
viss, að vísindin efla alla dáð.
IV
Jónas dvelst í Kaupmannahöfn á árunum 1832—39, að
undanteknu sumrinu 1837, þegar hann var á íslandi við nátt-
úrurannsóknir. Svo kemur lokaþáttur ævi hans.. Árið 1839
fer hann til Islands og dvelst þar til 1842, aftur við náttúru-
rannsóknir; til Danmerkur fer hann síðan haustið 1842 og
dvelst þar til dauðadags 26. maí 1845. Ég mun nú verja þeim
tíma, sem eftir er, til að ræða nokkuð um kveðskap hans á
þessum árum, einkanlega allra síðustu árunum; það má jafn-
vel kalla aðalumtalsefni mitt í dag, en það, sem þegar var
sagt, er þó nauðsynleg undirstaða.
Jónas Hallgrímsson orti góð kvæði á öllum köflum sinnar
stuttu ævi, og er ekki gott að segja, hvenær hann orti bezt.
Frá lokaskeiði ævinnar eru sum ágætustu kvæði hans. Við
sáum, hvemig hugsjónir settu svip á kvæði frá Hafnarárun-
um 1832—39. Við sjáum nú, hvernig kvæðin fá með einkenni-
legu móti blæ fyrir áhrif úr ýmsum áttum, og það er oft eins
og þessi blær komi fram við það, að bak við þau er allt annað
en þau fjalla sjálf um. Þetta er ákaflega einkennilegt. Þegar
ljósdýrkandinn kveður nú um glaðsheim sinn, finnur lesand-
inn, að bak við er annar heimur, og lofsöngurinn er bland-
inn sárindum. Þessi annar heimur og þessi sárindi koma svo
alveg skýrt fram í ýmsum brotum og kvæðum, sem hann
mun hafa talið minni háttar og sum em aðeins til í uppkasti.
Unnandi íslenzkrar náttúru fær nú á rannsóknarferðun-
um tækifæri til að gleðja augu sín við að skoða hana enn bet-
ur. Hneigð hans til að sjá hlutina eins og þeir em, í andstæðu
við rómantískt draumlyndi, þroskast í skóla vísindanna. Hlut-
lægni vex í kvæðunum, stundum freistast maður til að við-
hafa orðið raunsæi. Ég bendi i því sambandi á „Fjallið Skjald-
breið“ borið saman við eldra kvæðið um Þingvöll, „Island far-
sælda frón“. Sama er að segja um þjóðlífskvæðin „Sláttuvísu“
og „Formannsvísur“. Á síðustu ámnum í Danmörku vann
Jónas að samningu Islandslýsingar fyrir Bókmenntafélagið,