Skírnir - 01.01.1957, Qupperneq 20
18
Einar Ól. Sveinsson
Skímir
minni í þessum kvæðum lúta svo að alþekktum sögnum, svo
sem það sem segir um Drangey, eða sögnum eittlivað frá-
brugðnum þeim, sem nú þekkjast, eins og um Kolbeinsey.
Þessi minni geta verið sótt í fortíð eða nútíð, og oftast
lætur Jónas sig það einu gilda, og að jafnaði er sem yfir öllu
sé eins konar eilíf nútíð. Undantekning er þar Tómasarhagi,
með hinum sára söknuði: vinur hans ríður aldrei framar í
fjallhagann sinn.
Úr þessum minningum eða minnum, úr atriðum sem til-
heyra stöðunum, skapar Jónas eins konar myndir, með ör-
fáum léttum strikum, oft kæruleysislega, en með fullu ör-
yggi, eins og yfirburða teiknari, sem kann allt, en hirðir ekki
um að gera meira en tæpa á, vekja ímyndunina, vekja skap-
blæ, og láta áhorfandann sjálfan um að fylla í eyðurnar, ef
hann vill. Hann hirðir ekki um að teikningin sé rökræn heild;
minnin, hin einstöku atriði þurfa ekki að vera í samhengi
né samræmi, en þau orka þó öll saman á huga lesandans,
og oft nást áhrifin við samleik óskyldra þátta. Alstaðar í þess-
um kvæðum birtist hin einstæða sjóngáfa Jónasar, smáatriðin
eru lifandi, skýr, sjáanleg; allt er sett fram á einfaldan hátt,
á hinu tæra, þokkafulla máli hans.
I sumum þessara kvæða yfirgnæfir kímnin, góðlátleg, tempr-
uð. Svo er um Suðursveit, um Hestklett, Amarfellsjökul, Sog-
ið. J>ar em yrkisefnin hversdagsleg smáatriði, og stundum
lætur Jónas þá fjúka orð úr daglegu máli. En allt er lifandi,
á hreyfingu, sýnilegt, svipmyndir af hversdagslegum atvik-
um, helzt af ferðum skáldsins. En málið er hér jafntært og
ella, og stundum fær eitt og eitt vísuorð á sig skáldlegan ljóma.
Jafnvel í frásögnihni af ferð jarðfræðingsins Schythe inn
undir Arnarfell, þar sem aðalefnið er, að þar var „setið og
soðið og sopið og borðað og steikt“, jafnvel þar koma fyrir
orðin „Ókunnugt allt er flestum inn’ mn þann fjallageim“ —
fjallageimurinn víði, allri mannabyggð fjær, er á bak við allt.
I öðmm kvæðum leikast við alvara og gaman, ljóðræn feg-
urð og skringileg efni. Gott dæmi þess er Drangey, sem hefst
með fáeinum töfrandi strikum, sem birta lesanda Tindastól
og Mælifellshnúk, en hverfur svo yfir í dunandi fuglasöng