Skírnir - 01.01.1957, Síða 21
Skírnir
Skáldið, sem sá hina hreinu fegui-ð
19
og beljandi hvalaþröng Drangeyjar — en óðara er skáldið
komið yfir í sorgarleikinn um Illuga og Gretti. En Jónas
gleymir þá ekki heldur hrvitnum úr sögunni, og þetta smá-
atriði færir efni vísunnar á einkennilegan hátt enn nær hjarta
lesandans. — Sama skipun alvöru og gamans er í kvæðunum
Kolbeinsey og Máney. Kolbeinsey byrjar á einfaldri, alvar-
legri frásögn af bræðrunum, sem fara langt burt frá systur
sinni að sækja í Kolbeinsey. Þegar þangað kemur, skellir skáld-
ið upp úr, þegar hann sér dýralífið á eynni. En nærri óðara
kemur í hug hans gömul norðurfara vísa úr Landnámu, um
hið ömurlega Dumbshaf, og hann sér í huganum bein bræðr-
anna, sem hvítna þar á eynni i úthafinu. (Þvílík mynd, hvit
bein ferðalanga í dökkri fjöru eða á dökkum kletti, hefur ann-
ars flogið í hug mörgum skáldum, ég held allt frá dögum
Hómers.) — Máney er eins konar rómantísk hugsmíð, nafn-
ið er sjálfsagt búið til eftir Mánáreyjar. Einnig þar skiptist á
alvara og gaman, en hér er auðsætt óyndi, og skáldið lýsir
sjálfum sér, beint, ekki óbeint eins og í hinum kvæðunum:
því ég er bringubrotinn, úr bjarginu hrundi að mér.
I öllum þessum kvæðum birtast smáatriði í skýrleik sín-
um. Menn veita því síður athygli, að hér og þar eru orð, sem
benda á fjarlægð, víðan geim umhverfis, orð eins og „austast
fyrir öllu landi“, „inn’ um þann fjallageim“, „útnorður langt
i sjá“ og þess konar. Nú komum við að kvæðum, þar sem
meira kveður að þessu. Þau kvæði eru öll alvarleg, með hrein-
um, ljóðrænum blæ. Við getum byrjað á kvæðinu Hombjarg.
Hér er hinn dularfulli hvíti öm, sem Jónas hefur ekki getað
gleymt. Umhverfi hans er teiknað með fáum strikum, en ákaf-
lega skýrum: Þar er miðnætursólin, sem skín yfir fjarðaþok-
una og slær rauðum bjarma yfir örninn. En umhverfis er
víðátta norðurslóðar og himinljóminn, sem örninn horfir upp í.
Undir þokunni er svelgurinn, sem sogar skipið niður; þannig
leika þama bæði ljós og skuggar. —- 1 kvæðinu Ólafsvíkur-
enni, sem einnig er „utan við kjálka láðs“, virðist í fyrstu, að
skáldið uni sér við fegurð fjarðarins, en undir niðri er þó
hugsun um dauðann: hvort á ég að hverfa inn í svartan ham-
arinn eða sökkva í firðinum eins og þú, Eggert, kunningi