Skírnir - 01.01.1957, Síða 24
22
Einar Haugen
Skírnir
áttu í mörgum tungumálum er fremur aS finna meðal yfir-
þjóna á veitingahúsum en hjá málvísindamönnum; við minn-
umst öll hinna frægu orða Churchills, er honum var sagt af
manni, er talað gæti reiprennandi níu tungumál: „Sá yrði nú
svei mér þá yfirþjónn, sem að kvæði!“ Það var sagt um Ras-
mus Rask, að hann hefði aðeins getað talað íslenzku auk móð-
urmáls síns, dönskunnar, og er erlendir gestir komu að hitta
hinn fræga málfræðing, á hann að hafa falið sig meðal bók-
hlöðuhillnanna til að firrast vandræði. Enda þótt málvísinda-
maður nái eigi hagnýtri kunnáttu í öllum þeim tungumál-
um, er hann nemur, er það þó engu að síður mikilvægt fyrir
nemendur hans, að hann öðlist þekkingu á byggingu eins
margra og margvíslegra tungumála og unnt er. Verkefni hans
er að komast að þeim grundvallarreglum, sem öll tungumál
hlíta, með því að lýsa á vísindalegan hátt hegðun mannsins
sem talandi veru. Menn hafa gert sér málið í hugarlund sem
athöfn sérkennilega fyrir manninn (húmanistíska athöfn),
en málvísindin grípa líka inn á svið þjóðfélags- og náttúruvís-
indanna. Þau eru hluti mannfræðinnar, er hún er tekin í
sinni víðustu merkingu sem vísindi, er fjalla um mannlega
hegðun.
Hlutverk málvisindamannsins í tungumálakennslunni skilst
bezt, ef við tökum hliðstæða líkingu úr alls óskyldum þætti
mannlegrar viðleitni. Sem tungumálakennarar viljum við
hugsa okkur, að við séum brúarsmiðir og ávöxtur verka okkar
sé í því fólginn að brúa bilið milli þjóða og efla skilning þeirra
á milli. En það eru margar aðferðir til við brúarsmíði. Hægt
er að kasta mjóum og ótryggum kaðli yfir hyldýpisgjá og
gera brú líkt og í sögunni um San Luis Rey, er likast til búi
gripum og gangandi þau örlög að steypast niður í gil fáfræði
og misskilnings. En byggja má líka brú eftir vísindalegri
teikningu og verklýsingu, þannig að hún standist álag og um-
ferð. Hinar hefðbundnu aðferðir við tungumálakennslu minna
tistician" (hagfræðingur), „pediatrician" (barnalæknir) o.s. frv. Það heiti
er þó lítt viðunandi, af því að það minnir um of á starfsheiti, sem stæld
eru eftir sérfræðingaheitum í ýmsum visindagreinum, svo sem „mortician"
(útfararstjóri), „beautician" (fegurðarsérfræðingur) og önnur slík.