Skírnir - 01.01.1957, Side 27
Skírnir
Tungumálakennsla í Bandarikjunum
25
Málvísindamaðurínn er þjálfaður í því að athuga staðreynd-
ir í sambandi við hegðun málsins, að skrá þær nákvæmlega
og vinna úr þeim staðreyndum, sem skráðar hafa veríð. Við
það verk styðst hann við heildararfleifð í tungumálarannsókn-
um málfræðinga, allt frá dögum sanskrítar, Forn-Grikkja og
Rómverja til vorra daga. En jafnframt því er hann reiðubú-
inn að víkja frá þeirri arfleifð, hvenær svo sem nýjar athug-
anir leiða í ljós ný og óvænt sannindi. Eins og aðrir vísinda-
menn, sem leita þekkingar, hefir hann að leiðarljósi tilgátur,
er hann reynir að fá staðfestar eða að afsanna, en hann er
einnig þjálfaður í því að gera greinarmun á staðreyndum og
ágizkunum. Hann forðast að setja reglur um, hvað sé rétt eða
rangt i tungumálum; að þessu leyti skilur á milli hans og
hefðbundinna málfræðinga. Honum kann jafnvel að þykja
meir til þess koma, sem að öllum jafnaði er talið rangt eða
óvandað mál, heldur en þeirra málmynda, er viðurkenndar
eru, á sama hátt og grasafræðingurinn virðir þistilinn fyrir
sér af jafnmiklum áhuga og rósina eða mannfræðingurinn,
sem kannske er fremur heillaður af siðgæði íbúanna á Tro-
briandeyjum en amerísku millistéttarinnar.1)
Allt þetta kann að virðast gera málvísindamanninn óhæfan
til þess að veita málakennaranum leiðsögu. Sem kennarar
verðum við að binda okkur að miklu leyti við eina einstaka
mynd málsins, er verið geti til fyrirmyndar og við verðum
að kenna nemendum sem hið eina rétta mál. Við verðum að
kenna næsta hefðbundin málfræðiheiti, ef við viljum, að nem-
endur okkar skilji okkur. Þó hefir orðið breyting á aðferðum
á undanförnum árum, frá þvi er fyrst var almennt farið að
kenna erlend tungumál í amerískum skólum. 1 þeirri breyt-
ingu hafa málvísindamenn og rannsóknir málvísindamanna
átt býsna drjúgan þátt. Ef við snúum okkur aftur að brúar-
líkingunni, held ég, að segja megi, að við getum þakkað mál-
vísindamönnum umskiptin, þá er farið var að byggja brýr úr
!) Góða lýsingu á hlutverki málvísindamannsins er að finna í grein
eftir Edgar H. Sturtevant, “What is a Linguist?” í Modern Lauguage
Journal 28, 608—14 (1944). Hæpnari er lýsing Williams R. Parkers í The
National Interest and Foreign Languages (Washington, D.C., 1954), 121.