Skírnir - 01.01.1957, Síða 29
Skírnir
Tungumálakennsla í Bandarikjunum
27
astur þeirra málvísindamanna, sem tóku undir með honum
í því að fordæma aðferðir þær, er þar tíðkuðust, mun hafa
verið Otto Jespersen, en kennslukver hans, How to Teach
a Foreign Language (1904), er gefið út enn þann dag í dag.
Níunda útgáfa þess, er ég leitaði nýlega til, kom út 1947. I
þessari mjög svo læsilegu vörn sinni fyrir því, sem hann kall-
ar ýmist „náttúruaðferðina“, „rökrænu aðferðina“, „eftir-
hermuaðferðina", „hljóðfræðiaðferðina“, „greiningaraðferð-
ina“, „hlutstæðu aðferðina“ eða „samtalsaðferðina“, skrifar
hann, að „aðferð okkar . . . eigi rætur sínar að rekja til manna,
sem af öðrum ástæðum ættu tilkall til að láta skipa sér á
bekk meðal ágætustu fræðimanna á sviði málvísindanna á
síðustu áratugum (Sweet, Storm, Sievers, Sayce, Lundell o.fl.)
. . . Hún er ekki duttlungar eins manns, heldur samnefnari
allra beztu hugmynda vorra tima á sviði málvísinda og
kennslufræði, er átt hafa sér margvíslegt upphaf og hafa
runnið saman og myndað fagurt bandalag í því skyni að koll-
varpa hinni gömlu forstokkunaraðferð11.1) önnur handbók, er
barst frá þessum hópi málvísindamanna í Evrópu, var bók
Henry Sweet, The Practical Study of Languages (1900), sem
einnig er enn vel þess virði, að hún sé lesin.2) Það er eitthvað
furðu-nýtízkulegt við það, hve ríka áherzlu þessir höfundar
leggja á það, að textar verði að koma á undan málfræðiregl-
unum; að markmið tungumálanáms eigi að vera vald á lif-
andi máli; að málanámi verði að helga meiri tíma í skólun-
um; og að framburðar- og talæfingar verði að gera sleitulaust,
þar til fullkomnun sé því sem næst náð.
I þann mund, er þessar bækur voru ritaðar, var ekki um
neinar slíkar handbækur að ræða í Bandaríkjunum, og kennsla
okkar í erlendum tungumálum fór fram eftir sömu hefð-
bundnu aðferðunum og hinir evrópsku umbótamenn höfðu
lagt undir mæliker sitt og að nokkru leyti losað sig við í skól-
Bls. 3, 9. útg. Ritið birtist fyrst á dönsku árið 1901 og í endurskoð-
aðri mynd undir nafninu Sprogundervisning (Kaupmannahöfn, 1935).
2) Hann skrifaði: „Æfa verður hverja setningu, þar til hún rennur
viðstöðu- og fyrirhafnarlaust af vörum nemandans" (bls. 18).