Skírnir - 01.01.1957, Qupperneq 31
Skirnir
Tungumálakennsla í Bandaríkjunum
29
í erlendum tungumálum í framhaldsskólum á þá leið, að hún
sé „gjörsamlega unnin fyrir gýg".1)
Ég hygg, að segja megi með sanni, að flestir tungumála-
nemendur í Bandaríkjunum læri aldrei mál það, sem þeir eru
að nema. Ekkert er algengara en heyra nemendur, sem spurð-
ir eru um það, hvort þeir kunni nokkurt erlent tungumál,
barma sér og segja: Jú, ég tók frönsku, en ég get ekki talað
hana. Ekki er þar með sagt, að tíminn, sem fór hjá þeim í
frönskunámið, hafi farið til einskis, því að þeir hafa lært, eða
ættu að hafa lært, töluvert um frönsku þau ár, sem þeir eyddu
í að nema hana. En frönsku hafa þeir raunar ekki lært nema
því aðeins, að þeir hafi lært að gera sig skiljanlega á töluðu
máli og lært að skilja frönsku, er hún er töluð. Þetta eru
sannindi, sem mönnum verða sífellt ljósari í Bandaríkjunum,
enda þótt þau séu engan veginn ný og kunni jafnvel að vera
hversdagsleg í löndum eins og Islandi, þar sem hagnýtt tungu-
málanám hefir miklu meiri þýðingu en í Ameríku. En jafn-
vel hér hefi ég talað við fólk, sem hefir sagt, að tungumála-
kennslan í skólunum hafi ekki búið það undir það að nota
málið á hagnýtan hátt. Það kann því að vera fróðlegt að
heyra ofurlítið um viðleitni þá, er uppi er, til að gera bylt-
ingu í tungumálakennslu í Ameríku. Kjarna þessarar hreyf-
ingar er að finna meðal málvísindamanna landsins, og því
fer fjarri, að hún hafi almennt borizt til málakennara. Flestir
kennarar eiga óhægt um vik, annaðhvort vegna fyrri mennt-
unar sinnar eða vegna þess, að þeir eru bundnir af kennslu-
áætlunum með að framkvæma í reynd hugmyndir málvís-
indamannanna. Það mesta, sem segja má, hygg ég, að sé þetta:
enda þótt flestir af kennurum okkar framfylgi því ekki í
reynd, vitum við í Ameríku í dag, hvernig ætti að kenna
tungumál. Við fáum eygt framundan þá leið, er fara verður,
ef skipuleggja á tungumálakennsluna þannig, að vel fari, og
fáeinir framsýnir fræðimenn og kennarar eru að reyna að
kanna þessa leið.
Ef við spyrjum sjálf okkur þeirrar spurningar, hverjum
x) Language (New York, 1933), bls. 503.