Skírnir - 01.01.1957, Síða 34
32
Einar Haugen
Skírnir
haldi. Hann hefði þurft að fá tilsögn, áður en hann fór, í þeim
aðferðum, er amerískir málvísindamenn mæla með, Þá hefði
hann getað gert sér kennslubók sjálfur, eftir að hann kom til
Grikklands.
Hvernig hefði hann farið að því? Fyrsta daginn hefði hann
farið fram á að fá sér til aðstoðar óbreyttan, menntaðan
Grikkja — ekki kennara, en mann, sem talaði gott, en til-
gerðarlaust mál. Hann hefði beðið mann þenna að hitta sig
daglega og vera með sér klukkustund í einu. 1 fyrsta tíman-
um hefði hann skýrt Grikkjanum frá því, við hvaða atvik og
aðstæður hann vildi vera fær um að tala, t. d. þegar hann
færi í búðir. Grikkinn hefði þá sagt honum, með hvaða orð-
um ætti að heilsa búðarfólki, nöfn á einhverjum þeim hlut-
um, er hann vildi kaupa, orðatiltæki varðandi peninga og töl-
ur og hvemig kvatt væri. Ekki þyrfti hann endilega að þýða
allt þetta orð fyrir orð á ensku (eða íslenzku, ef svo bæri
undir), enda þótt Grikkinn þyrfti að kunna nógu mikið í
ensku, til þess að þeir gætu taiað saman í upphafi. Hann
mundi síðan skrifa þessi orðasambönd upp, eitt af öðru, með
einhvers konar stafrófi, er minnti hann á það, hvemig ætti
að segja þau; og hann mundi hafa þau eftir, hvert fyrir sig,
þar til hann gæti sagt þau nákvæmlega eins og Grikkinn,
vinur hans. Síðan myndi hann eyða hluta úr hverjum degi í
að læra utanað þau orðasambönd, er hann hefði komizt í
kynni við. Dag hvem gæti hann lært 50—60 slík orðasam-
bönd. Með þolinmæði og einbeitni ætti hann ekki að þurfa
meira en þrjá mánuði til að viða að sér nægilegum orðaforða,
til að halda uppi samræðum á grísku og til að læra það, sem
hann ætti ólært í málinu, með einföldum samtölum við grísku-
mælandi menn. Hér er vikið harla langt af alfaraleið í mála-
kennslu. Fyrir nemanda, sem ekki getur komið því við að fara
til Grikklands, ætti kennarinn að gegna sama hlutverki. Hann
ætti ekki að eyða tímanum í það að útskýra fyrir nemand-
anum, hvað hvert einstakt orð þýddi á móðurmáli hans eða
hvers vegna reglur málsins eru nú einu sinni þær, sem þær
eru, eða hvemig þær túlka þjóðarsálina. Hann ætti að láta
nemandann heyra eins mikið af málinu og kostur er á með