Skírnir - 01.01.1957, Side 35
Skírnir
Tungumálakennsla í Bandaríkjunum
33
eins nákvæmum framburði og hann getur náð; og nemand-
inn ætti að leggja þessi orðasambönd á minnið og nota þau
við viðeigandi aðstæður, þar til þau velta honum af vörum
viðstöðulaust. Þetta er tungumálanám.
Augljóst er, að nemandi, sem farið getur til útlanda, stend-
ur stórum betur að vígi að því leyti, að honum gefst tækifæri
til að athuga félagslegar aðstæður og heyra, hvað fólk segir
við slikar aðstæður. En það er rangt að ætla, að eigi sé hægt
að læra mál án þess að fara til útlanda; fyrir nemandann,
sem heima situr, er um það eitt að ræða að fá aðgang að réttu
kennsluefni og hafa tíma og elju til að vinna úr því. Enda
þótt eljusamur nemandi geti náð töluvert áleiðis sjálfur með
aðferð svipaðri þeirri, er ég hefi rétt lýst, að hæfði íslend-
ingnum, sem fór til Grikklands, veitist honum námið léttar,
ef samstillt lið hæfra manna, sem í eru innfæddur maður,
málvísindamaður, þjóðfélagsfræðingur og kennari, hefir lagt
fram sameinaða krafta sína í að semja kennslubók, þar sem
séð er fyrir þörfum hans. Mögulegt væri að vísu, að þessir
fjórir væru einn og sami maðurinn, en hér er um mismun-
andi kunnáttu að ræða, sem ber að greina í sundur. Sá, er
málið á að móðurmáli, getur einn sagt um það, hvað rétt sé
á máli hans. Ekki þarf svo að vera, að hann viti það fyrir til-
stilli gáfna sinna, en þegar hann talar við eðlilegar félagsleg-
ar aðstæður, talar hann rétt. Aðeins með því að athuga við-
brögð hans, lærist málvísindamanninum, að ekki er rétt að
kenna enskunemendum setningar sem þessar: I paint a pic-
ture, I throw a ball. Það, sem i raun og veru er sagt, er: Vm
painting a picture, eða Vrn throwing a ball. Málvísindamáð-
urinn er sá, sem gert getur samanburð á byggingu málsins,
sem nemandinn talar, og þess, sem hann ætlar að læra.
þannig að hann fái varazt þær gildrur, sem fyrri málvenjur
hans kunna að búa honum. FélagsjrœSingurinn hjálpar til
við að kryfja hegðun hans til mergjar með því að benda á, að
félagslegar aðstæður krefjast ekki sams konar ummæla í ólík-
um þjóðfélögum. Til dæmis er það félagsleg staðreynd, að Is-
lendingar og aðrir Norðurlandabúar verða að láta í ljós þakk-
læti sitt að aflokinni máltíð, um leið og þeir standa upp frá
3