Skírnir - 01.01.1957, Page 44
42
Hróðmar Sigurðsson
Skírnir
Fyrsta stafrófskver, sem út kom á íslenzku, var prentað í
Skálholti árið 1695. Hét það Eitt lítid stafrófskver fyrir börn
og ungmenni og byrjar á þessari vísu:
Haneii galar / heyred Born
Hafed þad i Minne /
Ad læra gott / til Lista giorn
Og Lidug Iivoriu Sinne.
Fyrir ofan vísuna er teiknuð mynd af galandi hana. Á
þriðju blaðsíðu byrjar svo stafrófið (að sjálfsögðu gotneskt),
og eru sýndar þrenns konar gerðir af litlu stöfunum. Þá er
sýnishorn af einföldustu atkvæðum, og það á þessa leið:
Ab eb ib ob ub
ac ec ic oc uc
ca ce ci co cu
da de di do du
af ef if of uf
fa fe fi fo fu
ga ge gi go gu
ha he hi ho hu
al el il ol ul
la le li lo lu
ba be bi bo bu
am em im om um
an en in on un
na ne ni no nu
ra re ri ro ru
as es is os us
sa se si so su
at et it ot ut
ua ue ui uo uu
þa þe þi þo þu.
Þá má heita, að lokið sé því efni, sem við mundum telja
eiga heima í stafrófskveri, því strax neðst á blaðsíðu 5 byrj-
ar allþungt lesefni: Signingin, Blessunin (þ. e. Blessunar-
orðin), dýrð sé guði föður o. s. frv. Á blaðsíðu 7 byrjar Sá
stytzti Catechismus, og er efni hans þetta: Boðorðin, Trúar-
játningin, Altarisgöngubænir, Borðsálmar (í óbundnu máli),
Morgunbæn, Kvöldbæn, Barnabænin og loks þrír af sálmum
Davíðs (100., 111. og 117. sálmur). Síðast í kverinu eru tvö-
faldir og bundnir stafir og tölustafimir bæði arabiskir og
rómverskir. Kverið er alls 24 blaðsíður.
Um höfund þessa kvers er ekki vitað, en líklegt má telja,
að Þórður Þorláksson, sem þá var biskup í Skálholti, hafi átt
einhvern þátt í að taka það saman. Hann var áhugamaður