Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 45
Skímir
Islenzk stafrófskver
43
um uppfræðslu almennings, og að hans undirlagi var prent-
smiðjan flutt frá Hólum að Skálholti árið 1685, og frá því ári
og til dauðadags 1697 réð hann útgáfu íslenzkra bóka.
Ef við berum þetta kver saman við þau stafrófskver, sem
við eigum nú að venjast, þá var þessi fyrsta tilraun harla
frumstæð. En þrátt fyrir það var hér um mikla framför að
ræða. Það var miklu aðgengilegra fyrir barnið að læra fyr'st
stafrófið og þetta ófullkomna sýnishorn einföldustu atkvæða,
áður en það byrjaði á þyngra lesefni.
Vert er að geta þess, að þegar kver þetta kom út, var alls
ekki talið sjálfsagt, að öll höm lærðu að lesa, eins og sjá má
af því, að milli 40 og 50 árum síðar, er þeir Harhoe og Jón
Þorkelsson rannsökuðu menntunarástand þjóðarinnar, er tal-
ið, að meira en helmingur fólks í Skálholtsbiskupsdæmi væri
ólæs, en í Hólabiskupsdæmi var ástandið miklu betra. Hins
vegar átti hver maður að kunna Trúarjátninguna, Faðir vor,
Boðorðin og helztu bænir og sálmavers. Þess vegna er mjög
eðlilegt samkvæmt þeirrar tíðar anda, að áhugamaður um
almenna menntun eins og Þórður Þorláksson vildi samræma
það tvennt í stafrófskveri sínu að auðvelda lestramámið og
að velja lesefnið þannig, að það uppfyllti sem bezt þær kröf-
ur, er kirkjan gerði til þekkingar manna í andlegum fræðum.
Og þar sem hér var um frumsmíð að ræða, var ekki óeðlilegt,
að hinn trúfræðilegi þáttur kversins yrði miklu fyrirferðar-
meiri en hinn.
Ekki er gott um það að vita, hve stórt upplag hefur verið
prentað af þessu kveri eða hve mikilli útbreiðslu það hefur
náð. Ekki var það endurprentað, en hins vegar voru flest
stafrófskver 18. aldar og sum stafrófskverin, er prentuð voru
á 19. öld, í svipuðu formi eins og síðar verður vikið að.
Nú liðu 50 ár. Prentsmiðjan var á ný komin að Hólum
(fluttist þangað aftur 1703). Og árið 1745 kom þar út staf-
rófskver. Á titilblað þess er teiknað stórt A, og virðist það
vera nafn kversins. Fremst í því er gotneskt stafróf (ýmsar
gerðir). Þá kemur atkvæðatafla, sem tekur yfir eina blað-
síðu. Er hún dálítið fyllri en í Skálholtskverinu (160 atkvæði
í stað 100). Þá kemur: Signingin, Faðir vor, Borðsálmar og