Skírnir - 01.01.1957, Page 55
Skímir
Islenzk stafrófskver
53
í einni bók og litið einnig svo á, að hér væri hið trúarlega
aðalatriðið. Þá mun einnig nokkuð hafa ráðið fastheldni við
gamla tímann. Um þessar mundir var að hefjast allhörð bar-
átta um leturgerð. Gotneska letrið með öllu sínu útflúri var
að víkja fyrir hinu einfalda og látlausa latneska letri, sem
var miklu auðveldara fyrir börnin að læra. Eins og áður er
frá sagt, birtist fyrst sýnishorn af latneska letrinu í A, prent-
uðu í Kaupmannahöfn 1773, og síðan í öllum Hólakverunum
1776, 1779 og 1782, einnig í Stöfunar Barni og Nýtilegu
Barnagulli.
En Viðeyjarkverin voru svo gamaldags, að í þeim var ekk-
ert sýnishorn af latnesku letri.
Árið 1830 kom út að tilhlutun Hins íslenzka bókmennta-
félags nýtt stafrófskver, sem stakk mjög í stúf við eldri kver-
in. Hét það Lestrarkver handa heldri manna börnum og var
eftir hinn góðkunna vísindamann og Islandsvin Rasmus
Kristján Rask. Var kver þetta að mestu leyti prentað með
latnesku letri og gefið út i 1000 eintökum. Efni kversins var
í stuttu máli á þessa leið:
Hljóðstafir. Samhljóðendur (þar með atkvæði). Lausaklof-
ar (og atkvæði með þeim). Atkvæði og orð. (Efni þessa kafla
smáþyngist, eftir því sem aftar dregur, og inn á milli eru
kaflar um ýmis málfræðileg og hljóðfræðileg atriði.) Faðir
vor. Upphafsstafir og notkun þeirra. Þrír kaflar úr Riblíunni
(Sáðmaðurinn, boðorðin og sagan um ríka unglinginn). Staf-
rófið í hinni venjulegu röð. Áherzlumerki. (Skýringar á
þeim og ýmis hljóðfræðileg atriði.) Aðgreiningarteikn. Nokkr-
ir orðskviðir (í stafrófsröð). Hið íslenzka eður gotneska staf-
róf. (Ágrip af sögu latneska og gotneska stafrófsins.) Nokkr-
ar Esópiskar dæmisögur með lag sem Oddsbragur (alls 30 er-
indi prentuð með gotnesku letri). Eru þar m. a. þessar vísur:
Haninn rótar haugi í
og hittir perlu í sorpi því,
„byggkorn“, segir hann, „betra er mér
en birta sú, sem stendur af þér.“
Heimskum lukkan hnossið oft í hendur ber.