Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 60
58
Hróðmar Sigurðsson
Skirnir
„Kveður í runni“. Þá koma fróðleiksmolar, smásögur, spak-
mæli, tölustafir, sýnishorn af gotnesku letri o. fl. Margt af
þessu lesefni er allþungt. Fremst í kverinu er litmynd eftir
Sigurð Guðmundsson málara. Er myndin af konu, sem er
að kenna litlum dreng að lesa. Kver þetta mun hafa komið
út í þremur útgáfum, sú síðasta 1885.
Stafrófskver, gefið út á Akureyri 1861. Höfundar ekki get-
ið. Kverið er aðeins 16 blaðsíður. 1 því eru m. a. þrjár sögur
úr kveri sr. Sveinbjarnar Hallgrímssonar (Barn og mús,
Hrafn og mús, Kisa og krukka) og einnig „Nokkur Hall-
gríms mál Péturssonar“.
Nýtt stafrófskver, gefið út á Akureyri 1862. tJtgefendur
voru Frb. Steinsson og Jón Borgfirðingur. Höfundar ekki get-
ið, en hann mun hafa verið sr. Davíð Guðmundsson, faðir
hins þjóðkunna fræðimanns Ólafs Davíðssonar. Virðist höf-
undur hafa gert sér far um að taka það bezta úr eldri kver-
unum og samræma það kröfum tímans. Þannig er í kverinu
allmikið af trúfræðilegu og siðfræðilegu efni (sálmar, bæn-
ir, heilræði o. fl.). Þá eru í kverinu nokkrar smásögur, þar
á meðal „Stekkjarferðin“, falleg saga, sem síðan kom í fleiri
kverum. ICver þetta mun hafa komið út í sex útgáfum, sú
síðasta 1895. Kverið endar á vísunni: „Góðu börnin gjöra
það“.
Stafrófskver handa börnum. Útgefandi Ben. Árnason. Ak-
ureyri 1865. Höfundar ekki getið. Kver þetta er yfirleitt sam-
ið í líkum stíl og önnur stafrófskver á þessu tímabili, en í
því eru nokkrar sögur, sem ekki höfðu birzt áður í stafrófs-
kverum (Tveir ólíkir drengir, Fákæni drengurinn, Svefnuga
stúlkan og Lati drengurinn).
Stafrófskver handa börnum samið af H. Kr. Friðrikssyni.
Reykjavík 1866, önnur útgáfa 1874. Kverinu er skipt í 43
kafla, og eru 37 fyrstu kaflarnir algerlega samhljóða hinu
sameiginlega kveri þeirra H. Kr. Friðrikssonar og M. Gríms-
sonar. Síðan kemur gotneskt letur, tölustafir, Stekkjarferðin,
Smiðurinn, sem fann gimsteinana (saga prentuð með gotn-
esku letri), Faðir vor og Blessunarorðin.
Stafrófskver handa börnum meS leiSbeiningum um skrift