Skírnir - 01.01.1957, Síða 65
Skirnir
Islenzk stafrófskver
63
ið lært á þennan hátt, kemur prentletur, og í síðari hluta
kversins eru svo léttir leskaflar, vísur o. fl. Kverið er prýtt
mörgum ágætum myndum eftir Ásgrím Jónsson o. fl. Þá eru
einnig nokkur sönglög í kverinu, og mun það vera eina ís-
lenzka stafrófskverið, sem hefur haft þá tilbreytni.
Stafrófskver eftir Egil Þorláksson kom út 1927, önnur út-
gáfa 1936. Fyrst er stafrófið og fylgir mynd hverjum staf. Þá
koma léttir leskaflar með atkvæðum, orðum og setningum og
séstakur stafur æfður mest í hverjum kafla fyrir sig. Að lok-
um eru svo stuttir leskaflar um ýmislegt efni. Kverið er prýtt
mörgum myndum og ytra útlit þess mjög fallegt og hefði án
efa náð meiri útbreiðslu, ef Gagn og gaman hefði ekki komið
til sögunnar.
Tvö stafrófskver hafa komið út vestan hafs. Hét hið fyrra
Nýtt stafrófskver handa börnum og kom út að Gimli 1893.
Er það eftir G. M. Thompson og er mjög í stíl við önnur ís-
lenzk stafrófskver frá þessum tíma. Síðara kverið kom út í
Winnipeg 1920. Heitir það Stafrófskver og er eftir sr. Adam
Þorgrímsson. Getur höfundur þess, að hann hafi ráðizt í að
semja kver þetta, vegna þess að erfitt var að fá stafrófskver
frá íslandi vegna heimsstyrjaldarinnar. Kverið er byggt þann-
ig upp, að barnið fer að lesa atkvæði og smáorð, strax og það
hefur lært nokkra stafi. Síðan eru alhnargir leskaflar og nokkr-
ir þeirra um íslenzk efni.
Gagn og gaman eftir Helga Elíasson og Isak Jónsson kom
út í Reykjavík 1933. Hafa síðan komið út af því margar út-
gáfur og hefur verið notað aðallega um nær aldarfjórðungs
skeið sem byrjendabók í lestri. Bók þessi er svo alkunn, að
óþarfi er að lýsa henni nánar hér, en hún markar tímamót
að því leyti, að höfundar hennar ruddu braut nýrri aðferð
við lestrarkennsluna, hinni svonefndu hljóðaðferð, en hún er
í því fólgin, að barnið lærir fyrst og fremst hljóð stafanna,
en ekki nöfn þeirra. Tekur aðferð þessi á margan hátt fram
gömlu stöfunaraðferðinni, ef vel er á haldið. Hins vegar kem-
ur bókin einnig að fullum notum, þótt stöfunaraðferðin sé
notuð. Síðasta útgáfan af Gagni og gamni er með litmyndum.
Á síðustu árum hafa komið út tvö stafrófskver, en þau eru: