Skírnir - 01.01.1957, Síða 69
Skírnir
Edvard Grieg
67
um efnameiri kaupmannssyni, Alexander Grieg. Við þessa
ákvörðun hins stranga föður þagnaði þó ekki rödd rómantík-
urinnar í brjósti stúlkunnar, þegar hún gekk að eiga Alex-
ander. — Allir telja móður Edvards Griegs sérstæðan persónu-
leika. Hún var skaphörð og dul. Og rætur þessara tveggja
lyndiseinkenna verða ótvírætt raktar til hins alvarlega ástar-
ævintýris æsku hennar, — þessa ævintýris, sem mótaði sál-
ina til æviloka. Sambúð þeirra hjóna var annars góð. Frú
Gesine rækti af stakri samvizkusemi skyldustörf sín sem góð
húsmóðir. En því verður ekki neitað, að vafalaust lifði hún
oft meira í sínum eigin heimi, í landi hugsana, innri tilfinn-
inga og þrár, en í þeirri ytri veröld, þar sem örlögin höfðu
valið henni ævilangan sess við hlið hins auðuga kaupmanns-
sonar. Hann, faðir Edvards, var blíðlundaður og elskulegur
verzlunarmaður, þangað til þungar raunir drógu úr honum
kjarkinn. En rætur persónuleika Edvards sem listamanns
verður að rekja til móðurinnar, sem lifði í sínum tveimur
heimum, eins og síðar urðu örlög Edvards sjálfs. Hið fagra
sönglag „Gamle mor“, sem Grieg samdi við ljóð Vinjes, varð
til í huga hans, þegar hann hugsaði til móður sinnar, skrifaði
Grieg í bréfi til Johns Paulsens. Skáldið Grímur Thomsen
hefur þýtt kvæðið á íslenzku; og fyrsta erindið er þannig:
Aldraða móðir! Þú ert þreytt
og þinn er sveiti blóð,
en allt um það er hjartað heitt: —
hefir þú styrk í arm mér veitt
og sálu minni móð.“
Imyndunarafl Edvards fékk snemma byr undir vængi. For-
eldrarnir voru nógu skynsamir til þess að fjötra ekki frelsis-
þrá barnsins með óhóflegum skipunum og bönnum. Þess vegna
gat Edvard numið margvísleg áhrif þess umhverfis, er um-
kringdi hann, en það var náttúra Björgvinjar, þjóðlífsmyndir
borgarinnar, dáð og framtakssemi borgarbúanna. Strax í barn-
æsku Edvards Griegs finnum við eitt lyndiseinkenni hans,
sem einkenndi hann alla ævi. 1 umgengni við aðra var hann
alltaf ákaflega næmur fyrir því, hvort menn sýndu honum
annaðhvort ástúð og hlýju eða hörku og kulda. En afleiðingar