Skírnir - 01.01.1957, Side 70
68
Ivar Orgland
Skímir
þeirra áhrifa, er uppeldisárin veittu honum, skildi hann ekki
fyrr en löngu seinna. Edvard Grieg var hinn snilliborni mað-
ur, einn þeirra andans manna, sem hækkar svið mannlegrar
tignar. En innsta eðli hans var eðli draumóramannsins, sjá-
andans. Hin mildu, ljósbláu og einlægu augu hans voru alltaf
opin fyrir þeim fegurðaráhrifum, sem veröldin veitti honum.
En hann sá víðar. Skyggn augu hans horfðu dýpra en augu
flestallra manna, — horfðu djúpt inn í undursamlegan hug-
myndaheim norskrar náttúru, þar sem tröll og jötnar frá
ómunatíð iðka sinn kynlega leik.
Árangur skólaáranna varð Edvard Grieg fremur rýr. Það
var harla fátt í bekknum, sem örvaði ímyndunarafl hans, full-
nægði draumþrá piltsins. Ef honum sárnaði vegna óréttlátrar
meðferðar, fylltist sál hans þjáningu píslarvottsins. Hann leit
ekki hýrum augum til bekkjarbræðra sinna og forðaðist um-
gengni við flesta þeirra, að sögn hans sjálfs. Á skólaárunum
var hann enn þá ekki farinn að hugsa um að verða listamað-
ur. Ef hann var spurður að því, hvað hann ætlaði að verða,
svaraði hann: „Prestur“. Því, eins og hann síðar sagði, hon-
um hafi fundizt slíkur svartklæddur sálnahirðir langmest að-
laðandi persónan í sínum hugarheimi. —■
I foreldrahúsum Griegs, þar sem hljómlistin var iðkuð af
svo miklu kappi, var norsk tónlist óþekkt hugtak. 22 ára gam-
all var Grieg alls ófróður um hina norsku, alþýðlegu tónlist,
því einnig á sviði tónlistarinnar lifði yfirstétt Noregs í þá daga
fyllilega á því, sem innflutt var. —
Kynning þeirra Griegs og Ole Bulls, fiðlusnillingsins heims-
fræga, veitti hinum unga gáfumanni hugmyndina um norska
tónkennd. Ole Bull er einn mesti meistari á fiðlu, sem uppi
hefur verið. Hann var þar að auki hið mesta glæsimenni, sem
á hljómlistarferðum sínum víða um heim hlaut hina hjart-
fólgnustu aðdáun áheyrendanna. Það, sem Ole Bull vildi, var
að tjá sína bergnumdu náttúrukennd, eldmóð sinn fyrir Nor-
egi, og öllu sem norskt var, í tónum. Hann skildi til fulls,
hvaða geysiauðuga uppsprettu við áttum í alþýðlegri hljóm-
list landsins. —■ Fyrir Edvard Grieg varð Ole Bull uppfylling
draums frá barnæsku hans: draumsins um ævintýragoðið,