Skírnir - 01.01.1957, Page 76
74
Ivar Orgland
Skirnir
varð hljómsveitarstjóri Filharmonisk selskap, sem enn í dag
rekur sinfóníuhljómsveit Óslóarborgar. Áhrif hans á hljóm-
leikagesti Kristíaníu fóru sívaxandi; efnahagurinn var líka
orðinn svo sæmilegur, að hið unga tónskáld treysti sér til þess
að leiða heitmey sína til altaris, en sú hátíð fór fram í Kaup-
mannahöfn sumarið 1867. Andrúmsloftið var lamandi. Sam-
band Griegs við tengdaforeldrana var allt annað en gott. Á
meðan þau Nína og Edvard voru trúlofuð, kom Grieg aldrei
heim til þeirra, og frú Hagerup kvartaði yfir tilvonandi
tengdasyni sínum á þennan hátt: „Hann er ekki neitt, á
ekki neitt og semur tónlist, sem enginn vill heyra.“
Stuttu eftir brúðkaupið skóp Grieg í hrifningu aðra fiðlu-
sónötu sína í g-dúr. Þetta dásamlega æskuverk er eins og ljóm-
andi lofkvæði til lífsgleðinnar, tjáð í glóandi litum og fjör-
mikilli hrynjandi; það er, þó að formið sé klassískt, ferskt og
eðlilegt eins og tónblær hinnar alþýðlegu hljómlistar. Það
virðist vera hamingjusamur maður, sem semur slíkt verk!
En dimm ský hrönnuðust brátt á himni höfuðstaðarins. Grieg
átti smám saman að fá að vita, hvað það kostar að vinna i
þjóðfélagi, sem var nærri því laust við menningarleg skilyrði
til þess að geta skilið starf hans. Hinn ákafi áhugi, sem menn
fyrst sýndu honum, risti ekki djúpt. Og þá kemur öfundin
— og illkvittnin, þessir tveir eitursveppir, sem virðast jafnan
stinga upp kollinum í skugga hvers einasta listamannspersónu-
leika, sem vill eitthvað annað en troða slóð annarra. — Undir
slíkum kringumstæðum var gott fyrir Grieg að eignast sein
ævivin annan eins starfsbróður og norska tónskáldið og hinn
fræga hljómsveitarstjóra Johan Svendsen, sem lengi var
hljómsveitarstjóri við Konunglega leikhúsið í Kaupmanna-
höfn. Grieg og Svendsen voru mjög ólíkir; en vináttubönd
þeirra traust og heit. Þeir voru of miklir persónuleikar til þess
að öfunda hvor annan. Þeir virtu og mátu hvor annan fylli-
lega, eins og þeir áttu skilið. Margir reyndu að spilla vináttu
þeirra, en það mistókst. Sú vinátta, sameinuð hinni listrænu,
alheimslegu mannúð, þeirri mannúð, sem einkennir meira eða
minna hvern einasta listamann, var meira en nóg til að tengja
þá saman, skrifar Svendsen í bréfi til Griegs.