Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 85
Skirnir
Edvard Grieg
83
Gamle mor, sem var getið í upphafi þessarar ritgerðar, var
samið þegar 1873, og er þar með hinn elzti af Vinje-söngv-
unum. Við vitum, að þessi söngur varð til í huga Griegs,
þegar hann hugsaði til móður sinnar, sem þjáðist og starfaði
af þreki og skyldurækni allt til æviloka. Sönglagið hýr lika
yfir innileika, sem sameinar hæði hið hetjulega og hið harm-
þunga.
Ásamt „Gamle mor“ er einn af vinsælustu söngvum Griegs,
líka hér á landi, Vinje-söngurinn Ved Rondane í þýðingu
Matthíasar Jochumssonar. — Þessi söngur er ekki eins þung-
ur og tregafullur og lögin á undan, en einkennist af hreinni
náttúrukennd. Samt sem áður er mynd listamannsins af þess-
um máttuga fjallaheimi, sem er mynd horfinnar paradísar
æskudaganna, fegruð og dýpkuð af baráttu og þjáningum.
1 Trudom, þar sem skáldið gagnrýnir, hvernig mennirnir
breyta friði guðsríkis í ófrið, heyja stríð, sem útrýmir náð-
inni, hefur Grieg samt sem áður samið frómt og innilegt
sálmalag. Það er eins og hann með þessu hafi viljað leggja
áherzlu á lokaorð skáldsins um ást Guðs til mannanna: „I ná-
den den han tenkjer pá / som drap for himlen sjolv á fá“. —
Síðasti Vinje-söngurinn og kóróna þeirra allra er Fyremal
(á íslenzku ,,Markmið“), sem er viðhafnarmikill, skrautlegur
og tígulegur söngur. Lagið er hér sterkt og karlmannlegt, sam-
hljómar og hrynjandi djarfir og teknir föstum tökum, hinar
litauðugu náttúrumyndir heillandi og skýrar. Ljóð og lag eru
fersk og djörf eggjun til framtíðarinnar:
Vegen vita, pá villstig venda,
fram á fara og ferdi enda:
me mot m&let m& soleis halda,
elles vil me p& vegen falla.
Enn eitt ár over bratte bakkar,
haug og hamrar og h&ge slakkar,
fjell og fjore og fjord som bryter,
flod som floymer, og foss som tyter,
m& me vandra og vegen fara,
m&tte makti og mergen vara!“
Slik orð gátu veitt hinu þjáða tónskáldi hugrekki; og um