Skírnir - 01.01.1957, Síða 88
86
Ivar Orgland
Skírnir
listamannsins. Og hafi ég í þessu efni rétt fyrir mér, þá get ég
fullyrt, að listamaðurinn eigi ekki að giftast. . ..“
En hamingjusömu augnablikin í lífi Griegs voru samt mörg.
Eins og t. d. þegar þau Nína héldu hljómleika í Rómaborg.
Nína söng Ibsen-söngva, og Ibsen var sjálfur viðstaddur. —
Um þetta skrifar Grieg til Beyers: „Nína söng mörg lög, með-
al annars næstum því alla söngva mína við ljóð Ibsens; og
hugsaðu þér, — eftir Lille Hákon og sérstaklega eftir Jeg
kaldte dig mit Lykkebud og Svanen (!) hráðnaði ísskorpan,
og Ibsen kom með tárin í augunum að hljóðfærinu, þar sem
við vorum, þrýsti hendur okkar og gat varla komið upp orði.
Hann tautaði eitthvað um, að þetta væri að skilja sig.“
öðru sinni heyrði Grieg strokkvartett sinn leikinn af ítölsk-
um hljómsveitagörpum, og tónverkinu var ákaflega fagnað.
„Mitt innra sálarlíf, tjáð í náttúru Harðangurs, rataði beina
leið í ítölsku hjörtun, — það er ótrúlegt!“ skrifar hann til
Beyers.
3. desember 1884 voru liðin 200 ár frá fæðingu Ludvigs
Holbergs í Björgvin. Þá heillaðist Grieg til að semja svítuna
Fra Holbergs Tid, sem er útsett fyrir píanó eða strengja-
hljómsveit. Hún er samin í stíl og formi rókokkótímabilsins,
en er samt persónuleg og frumleg hljómlist. Tónskáldið setur
sjálft sig í það umhverfi, þar sem hinn mikli háðfugl lifði og
starfaði, og það er furðulegt, hvað honum tekst vel að bera
lokka-parruk á höfðinu og stiga hina léttu rókokkódansa, eins
og sarabande, gavotte og rigaudon!
Þess ber iíka að geta, að Edvard Grieg er einmitt á þess-
um tíma að byggja eigið hús! I apríl 1885 flytur hann inn í
nýja húsið sitt hjá Björgvin. Það var skírt Trollhaugen. —
Grieg hefur fengið brennheita ósk sína uppfyllta. Nú hljóti
vinnuhugurinn og vinnukjarkurinn að geta komið til hans
fyrir alvöru! — En svo varð ekki. — Hann langar út aftnr.
— Hann og kona hans halda hljómleika í höfuðborgum Ev-
rópu, í London,, Berlín og París. Hann nálgast og nær há-
tindi heimsfrægðarinnar, en er þó auðmjúkur í hjarta sínu.
—• Sigurför hins ytra, hógværð hins innra, er táknrænt fyrir
líf hans á þeim árum, sem hann á ólifuð. Hann skrifar eftir