Skírnir - 01.01.1957, Side 92
90
Arnheiður Sigurðardóttir
Skírnir
Málsháttasöfn þau, er ég athugaði, verða hér ekki talin eft-
ir útgáfuárum, heldur aldri þess efnis, er þau geyma. Vil ég
fyrst nefna ritgerðir þeirra F.J. og Gerings um forna máls-
hætti í Arkiv (árg. XXX og XXXII) og Kr. Kálund í Smá-
stykker (Kbh. 1884-1891), söfn Rúgmanns (7.R. Saml. og
J.R. Eftersk.), söfn Guðmundar Ólafssonar (G.O. Thes.) og
Guðmundar Jónssonar (GuSm. Jánss.) og loks safn Finns
Jónssonar (Málsh.).
Handritin, sem ég fór yfir, eru: JS. 391, 8vo (auðkennt M.),
JS. 6, 8vo (auðkennt Probl.m.), Lbs. 1261, 8vo (tvö söfn hér
auðkennd A og AA). Þessara heimilda verður nánar getið hér
á eftir, svo og nokkurra fleiri handritá, sem athuguð voru.
Hin erlendu málsháttasöfn voru östnordiska och latinska
medeltidsordsprák, þ. e. safn Peder Láles (Med. I (D)) og
samsvarandi sænskt safn (Med. I (S)) í útgáfu þeirra Axel
Kocks og Carl af Petersens. (Skýringar Kocks við söfn þessi eru
hér merktar Med. II). Enn fremur fór ég yfir safn Aasens,
Norske Ordsprog (Aasen N.O.) og safn Samuel Singers,
Sprichwörter des Mittelalters (S.Singer Sprichw.).
Um notkun orðabóka skal þess getið, að ég hef ætíð flett
upp þeim stöðum, sem vitnað var til í sambandi við einstök
orð eða málshætti.1) Tilvitnanir hjá G.V. og Fr. og aðrar í
fornrit hef ég fært til þeirra útgáfna, er ég hef vitað réttastar.
1 því efni hef ég algerlega stuðzt við þær útgáfur, sem vísað er
til í heimildaskrá við íslenzk orðtök (Isl. orSt.) eftir dr. Hall-
dór Halldórsson. Tilvitnanir úr Ob. hef ég tekið upp óbreytt-
ar. Aðrar tilvitnanir hef ég ætíð tekið upp með þeirri staf-
setningu, sem er á hverju einstöku heimildarriti.2) 1 tilvitn-
unum úr handritum hef ég leyst upp bönd eftir því, sem ég
hef vitað réttast. Þar sem var band yfir samhljóða (m og n),
er hann tvíritaður. Ritað er ý í stað y með tveimur punkt-
um yfir.
1 G.O. Thes. og í Med. I (D og S) er getið ýmissa afbrigða
1) Undant. nokkur dæmi hjá Bl., og verður þeirra getið jafnóðum og
þau koma fyrir.
2) 1 orðabók B.H. kemur fyrir þrenns konar letur. Tilvitnanir í orða-
bók hans eru hvergi auðkenndar með leturbreytingum.