Skírnir - 01.01.1957, Side 93
Skírnir Nokkrir málshættir úr söfnum Hallgríms Schevings
91
úr handritum og útgáfum og þau tilgreind neðanmáls. Þess-
ara afbrigða hef ég því aðeins getið, að þar kæmu fram nýjar
orðmyndir, en hins vegar ekki, ef aðeins er um mismun á
rithætti að ræða.1)
Scheving getur oft um afbrigði af málsháttum, er komi fyr-
ir í öðrum söfnum, einkum hjá Guðm. Jónss., og tilgreinir þau
stundum í svigum. Hef ég jafnan getið þeirra sérstaklega.
Aðalsafn Schevings, er birtist í Boðsriti Bessastaðaskóla ár-
ið 1843, er hér merkt Scheving I. Hitt safnið, sem var viðbót
við aðalsafnið og birtist í Boðsriti Reykjavíkurskóla árið 1847,
hef ég merkt Scheving II.
Málshættirnir eru teknir upp með þeim rithætti, sem er á
frumútgáfunni. Þar er sama tákn fyrir ð og d, og hef ég hvar-
vetna ritað d. Við röðun þeirra hef ég sömuleiðis fylgt rit-
hætti Schevings (sbr. nr. 1).
Val málsháttanna og skýringar þeirra.
Þeir málshættir, sem ég valdi í upphafi til rannsóknar, voru
um 200. Við samanburð kom í ljós, að meiri hluti þeirra kom
fyrir hjá Bl. og fylgdi jafnframt þýðing. Margir voru enn
fremur í safni Láles og skýrðir af Kock. Nokkrir komu fyrir
í ritgerðum F.J. og Gerings í Arkiv og voru skýrðir af þeim.
Nokkrir málshættir, sem Scheving merkir D (um þá heim-
ild rætt síðar), komu hvergi fyrir í öðrum málsháttasöfnum.
Aðalorð þeirra komu yfirleitt ekki fyrir í orðabókum né held-
ur í Ob. Skýringar á þeim reyndust því yfirleitt ekki tæki-
legar.
Hið endanlega val hefur fyrst og fremst miðazt við þá
málshætti úr hinni upphaflegu tölu, sem ekki reyndust koma
fyrir hjá Bl. eða voru ekki þýddar þar í heild. Enn fremur
eru nokkrir málshættir, sem Bl. tilgreinir með vafasömum
skýringum og mér virtust afbakaðir. Meðal þessara voru máls-
hættir, sem komu fyrir hjá Lále, en mér þótti eigi síður ástæða
1) Um B. (Med. I), sjá heimildaskrá. Þessarar heimildar er alloft get-
ið, vegna þess að Kock vitnar til hennar, en rétt er að taka fram, að ég
hef ekki haft hana undir höndum.