Skírnir - 01.01.1957, Síða 97
Skírnir Nokkrir málshættir úr söfnum Hallgríms Schevings
95
kostnað skólans). Nefndist það Islendskir málshœttir safnad-
ir, útvaldir og í stafrófsrod fœrdir af Skólakennara Dr. H.
Scheving. Árið 1847 birti Scheving í sama riti viðbót við
safnið, er hann nefndi Vidhœtir vid íslenzka málshœtti. Alls
munu söfn þessi geyma um 3000 málshætti.
Þegar aðalsafn Schevings kom út, höfðu tvö söfn íslenzkra
málshátta verið prentuð. Hið fyrra var prentað aftan við fyrra
bindi safns Peder Syvs af dönskum málsháttum (prentað í
Kbh. 1682). Þetta safn var frá Hannesi Þorleifssyni, konung-
legum fornfræðingi.1)
Hitt var hið mikla safn Guðmundar Jónssonar, prests á
Staðarstað, sem gefið var ut að tilhlutan Hins íslenzka bók-
menntafélags (prentað í Kbh. 1830).
Af formála Schevings fyrir aðalsafninu má sjá, að fyrir
honum hefur vakað, að safn hans gæti orðið eins konar fyll-
ing á safni Guðm. Jónss. Um tvær heimildir2) getur hann
þess beinlínis, að hann hafi fundið í þeim og tekið þaðan
málshætti, er Guðm. Jónss. hafi sleppt eða sézt yfir.
Hann getur þess jafnframt, að allmarga málshætti hafi
hann tekið upp, þótt þeir stæðu hjá Guðm. Jónss. Hafi sumir
sýnilega verið afbakaðir í því safni. Aðra hafi hann heyrt
og þekkt í annarri gerð. Loks getur hann þess, að málshættir
byrji á ýmsa vegu og kunni sér að hafa sézt yfir málshætti
hjá Guðm. Jónss. af þeirri ástæðu. Þessi atriði hygg ég öll
koma fram í ritgerð minni.
1 Landsbókasafninu er f jölmargt handrita úr eigu dr. Schev-
ings. Meðal þeirra er JS. 441, 4to, en með því fylgir prentað
eintak af safni hans með leiðréttingum hans sjálfs. Þeirra leið-
réttinga hef ég getið jafnóðum og þær hafa komið fyrir.
Ég hef reynt nokkuð til að finna þau heimildarrit, er Schev-
ing vitnar til í formálanum, í handritasafni Landsbókasafns-
ins, einkum í þeim tilgangi að verða einhvers vísari um aldur
þeirra málshátta, sem ekki koma fyrir annars staðar en hjá
Scheving. Sú leit bar lítinn árangur, en ég vil þó gera nokkra
1) Sjá Málsh., bls. 8.
2) Adagiologicon Islandicum og Orðskviðaklasa.