Skírnir - 01.01.1957, Síða 110
108
Amheiður Sigurðardóttir
Skímir
verður þó að telja hann þar í sinni upprunalegustu gerð. Mun
ég leitast við að skýra hann samkvæmt því.
Um orðið fetil (sbr. fetillaus) farast H.H. svo orð1):
„Fatli er þágufall af fetill, er merkir „band um háls eða
öxl. ... 1 fornmáli er talað um ýmiss konar fatla (fetla), t. d.
voru byrðar bomar í fetlum.11 Jafnframt vitnar H.H. í eftir-
farandi stað í hinum norsku lögum:
Eigi skal maðr byrði þa bera a hælgum daghum er
han bindr sik baðom fætlum nema han uili bæta
daghriki firer. Sækkr manz hæitir byrðr þær er æin
fæitill i. N.G.L. I, 349.
Hér er orðalag, sem minnir ótvírætt á málsháttinn.
Merking málsháttarins, eins og Rúgmann orðar hann, er:
„sú byrði, sem er ekki borin í axlarbandi, verður felld (fell-
ur niður)“. Merkingin verður svipuð, ef málshátturinn er
tekinn á þann veg, sem Kock bendir á (þ. e. fellur fatlaus
byrði). Svipaðrar merkingar er annar málsháttur hjá Rúg-
mann: laus er bandlaus baggi.
Öeiginleg merking málsháttarins kemur glöggt fram í fyrr-
greindum stað í Ö.G.L. Hefur hann merkt „það fellur niður,
sem ekkert hald hefur“ (t. d. marklaus ákæra).
1 grein sinni Nordiska ordsprák hos Saxo2) tekur Kallsten-
ius þennan málshátt hjá Rúgmann sem dæmi um norræna
málshætti, er Saxo kunni að hafa endursagt á latínu. (Einnig
tekur hann málsháttinn laus er o. s. frv.). Staður sá, sem
hann vitnar til hjá Saxo, er svohljóðandi3):
Cuius Ericus intentione comperta convocatis sociis re-
fert suam necdum cautibus abstitisse fortinam. Ceterum
spectare se fascem labilem esse, qui vinculo non firm-
etur, perindeque omne pæne pondus repente dedicere,
quod culpæ catena non fixerit. Saxo, L.q. (III), 26. k.,
bls. 122.
Orðalagið labilem esse stendur nær sænskunni (þ. e. falzs
o. s. frv.) en málshættinum laus er bandlaus baggi.
1) Isl.ort., bls. 172.
2) Sjá Arkiv 44, Tillággsbind, bls. 22.
3) Undirstrikunin gerð af mér.