Skírnir - 01.01.1957, Page 111
Skírnir Nokkrir málshœttir úr söfnum Hallgríms Schevings
109
Það, sem hér hefur verið tínt til, sýnir, að málshátturinn
hjá Scheving er afbakaður forn málsháttur, sennilega sam-
norrænn.
G
Illa geymist gull nudir1) geitar túngu. Scheving I, 31.
Málsháttur þessi kemur fyrir hj á Lále:
Man gommer2) eij wel gwldh vndher geddæ twnghe.
Med. I, 62 (D.).
Svipuð gerð er í hinu sænska safni.3)
Elzta íslenzk heimild, sem ég hef um málsháttinn, er safn
Magnúsar prúða. Er þar orðrétt þýðing á málshættinum hjá
Lále:
Mann hylr4) illa gull under Geitar tungu. JS. 391, 8vo.
101 (M.).
Hjá G.O. er málshátturinn svohljóðandi:
Mann lætur illa Gull undir Geitar Túngu.
G.O. Thes. 106.
Þessi málsháttur kemur ekki fyrir í Lbs. 1261,8vo, og Guðm.
Jónss. tilgreinir hann ekki. F.J. tekur hann eftir Scheving.5 6)
1 skýringum Kocks stendur3): „Ordsprákets mening fram-
gár af Grubb, dar „Giömma Gull vnder Geterumpan"7) för-
klaras med „Láta Sqwaldran weta dhet man wil haa löhnt“
(s. 254), och med „Förtroo nágon hemligheet, som intet kan
tijga“ (s. 914). Jmf. harmed, at no. geit brukas „som oge-
navn for kvinder, med begreb af egensindighed og taabelig-
hed“.“
Orðalag málsháttarins hjá Scheving, sem sýnir, að hann
hefur samlagazt íslenzku máli og tungutaki (sbr. stuðlana),
gæti einnig bent til þess, að hann væri úr fornu máli,
1) Prentvilla fyrir undir, sbr. Scheving II, bls. 40.
2) B hall.
3) Sjá Med. I, bls. 188.
4) Sbr. B.
5) Málsh., bls. 62.
6) Med. II,bls. 228.
7) Sjá G.O. Thes., bls. 61.