Skírnir - 01.01.1957, Síða 113
Skírnir Nokkrir málshættir úr söfnum Hallgríms Schevings 111
arins og orðtaksins í S. Ó.T. og mynd orðsins gull hafi færzt
yfir á það, sem gullinu var ætlað að fæða af sér, þ. e. orðin.
Upphafleg merking málsháttarins hygg ég sé: „orð (trún-
aðarmál) eru illa geymd hjá hinum blauða (lausmálga)“.
(Orðtakið leggja gull undir tungurætur e-um virðist enn
lifandi í alþýðumáli, shr. eftirfarandi dæmi frá 20. öld:
. . . en hann, sem geislann glóa lætur
þér gullið lagði und tungurætur.
A.S. Að heiman, bls. 183.
Af sambandinu má sjá, að orðtakið er sett í samband við
málfar, orðsnilld).
Gildra er refi gestahús. Scheving I, 24.
Þessi málsháttur virðist gamall og alkunnur, sbr. eftirfar-
andi ummæli frá 18. öld:
Refi er gildra gesta-hús, segir gamall málsháttur.
L.F.R. XII, 238 (Ob.).
Elzta heimild, sem ég hef um málsháttinn, er safn Magn-
úsar prúða. Þar stendur:
Ref er gildran gest hús. JS. 391, 8vo, 116 (M.).
Hér kemur fyrir orðmyndin gesthús, og er hún einnig í
Lbs. 1261, 8'_o (báðum söfnunum). Rer málshættinum þar
saman við JS. 391, 8vo (M.) að öðru en rithætti.
I safni Guðm. Jónss. stendur hins vegar gestahús:
Refi er gildra gestahús. Guðm. Jónss. 274.
Scheving tilgreinir upphafið á málshættinum hjá Guðm.
Jónss. í svigum. Virðist hann því hafa þekkt málsháttinn
eða haft einhverjar aðrar heimildir um hann en þær, sem nú
hafa verið nefndar (sbr. einnig formála hans fyrir safni sínu.1)
Ekki hef ég fundið þennan málshátt í þeim erlendu söfn-
um, sem ég hef athugað.
Orðið gestahús (gesthús yngra afbrigði) er samgermanskt.
Á Norðurlöndum hefur orðið merkt „gistihús“, einkum þau,
er klaustur höfðu fyrir ferðamenn og pílagríma, og voru þau
jafnframt oft eins konar sjúkrahús (hospitium), sbr. OSM.
1) Sjá Scheving I, bls. 5.