Skírnir - 01.01.1957, Síða 114
112
Arnheiður Sigurðardóttir
Skírnir
Fr. þýðir orðið „Hus, Yærelse, hvori der gives Fremmede
Herberge, eller hvori de af Hovdingens Mænd, som kaldes
gestir, ere til Huse“. Jafnframt vitnar hann í eftirfarandi
staði í fornmáli'
Skal Ketill Þoruallzson ok Olafr tottr ok Skeiða-menn
ok Biskups-tunngu-menn veria fyrir austan kirkiugarð-
inn ok allt til gesta-husa. Sturl. I, 256 (160. k.).
Snavðir menn kovfnvðu IX i gesta huse. Sturl. II, 202
(258. k.).
Elzta dæmi um afbrigðið gesthús (sbr. JS. 391, 8™ (M.))
er í bréfabók Gissurar biskups í bréfi, sem fjallar um virðing
Skálholtsstaðar árið 1541. Þar stendur:
Jtem gesthvs hundrad. D.I. X, 628 (Ob.).
Óhætt mun að fullyrða, að hús þau, sem talað er um í
Skálholti og á Flugumýri í fyrrgreindum dæmum, hafi ekki
merkt „gistihús“, heldur „einstök herbergi eða hús ætluð gest-
um“ (sbr. Fr.). Klaustrin hér á landi munu aldrei hafa hald-
ið uppi slíkum stofnunum fyrir ferðamenn og sjúka sem get-
ið er um í OSM. En sú merking orðsins gestahús hlýtur þó
að hafa verið kunn hér á landi á miðöldum, a. m. k. meðal
kirkjunnar manna.
1 riti séra Björns Halldórssonar, Atla, er svohljóðandi kafli
um refagildrur:
. . . allra minst kostar þig at gera þer Toougilldru, vid-
iijka og þu getr sied uppaa bruuninni her fyrir ofan
Bæinn, enn huun er giord eptir Forskript nockurs gam-
alls Prests, sem gaf mer hana, og med þvij saa um-
buuningr er nu flestum okendr her i grend vil eg segia
þer hana. B.H. Atli, bls. 152.
Síðan kemur nákvæm lýsing af gerð gildrunnar, og sést af
því, að hún hefur í aðalatriðum líkzt húskofa. Orðalag kafl-
ans, sem hér fer á undan, sýnir, að það hefur verið forn venja,
orðin litt þekkt á 18. öld, að hafa refagildrur yfirbyggðar eða
eins konar byrgi.
Sú hugsun, sem upphaflega hefur falizt í málshættinum,
virðist mér þessi: gildran er í augum refsins hið sama og