Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 122
120
Arnheiður Sigurðardóttir
Skírnir
som nærer lidet. Flest er safi hiá selveidi, una inter
plurimas captura phocarum qvæstuosissima est, Sæl-
hundefangst er af alle den fordelagtigste. B.H. II, 222.
Þýðing B.H. sýnir, að safi hefur verið haft um mat, er lít-
ilfjörlegur þótti og næringarsnauður. Minnir þetta á merk-
ingu norska orðsins saven.
I málshættinum er orðið sýnilega sömu merkingar og í
dæminu úr Ann. IV, merkir „hégómi, e-ð lítilfjörlegt."
Bl. tekur þýðinguna á málshættinum eftir B.H. Mér virð-
ist þó vafasamt, hvort hann hefur merkt: „selveiði er arfivœn-
legust af allri veiði“. Sennilegast finnst mér, að hann hafi
skapazt á hallæristímum, þegar allt var etið, sem tönn á festi.
Á slíkum tímum var það mikill fengur að komast yfir sel.
Mér finnst líklegast, að hann hafi merkt: „öll "veiðiföng eru
hégómi einn, lítilfjörleg hjá selnum“.
Orðið selur, sem kemur fyrir í Orðskviðaklasanum, finnst
mér einnig gæti verið upprunalegt í málshættinum.
Hlátur og grátur eru samskreppa. Scheving I, 28.
Þessi málsháttur mun vafalaust kominn frá Lále:
Alffwære oc gammen kwnnæ bæsth1) sammen.
Med. 1,68 (D.).
Svipuð gerð hans er í hinu sænska safni2). Einnig kemur
hann fyrir hjá Aasen:
Alvora og Gaman ganga ofta saman. Aasen N.O. 5.
Elzta og jafnframt eina íslenzk heimild, sem ég hef fundið
um málsháttinn auk Schevings, er frá miðri 17. öld:
Aluara og gaman fara jlla saman. JS. 6,8vo (Probl.m.).
Eins og sjá má, er þetta nær orðrétt þýðing á Lále (sbr. B.).
Orðið samskreppa kemur ekki fyrir í fornu máli. B.H. get-
ur ekki um það, það er ekki heldur í orðaskrá Ob., en Bl. hef-
ur það og jafnframt málsháttinn. Er að sjá sem hann (þ. e.
málshátturinn) sé eina heimild um orðið.
Scheving setur í svigum við málsháttinn „í sömu skreppu"
(sbr. Bl. „i samme Pose“). Samskreppa telur Bl. óbeygjanlegt
1) B ilde.
2) Sjá Med. I, bls. 194.