Skírnir - 01.01.1957, Page 124
122
Arnheiður Sigurðardóttir
Skirnir
notað í þessari merkingu. Á haustin er algengt að heyra
bændur spyrja hvern annan: „Hvað ætlarðu að leggja margt
niður í haust?“. Með því er átt við, hversu mörgu fé sá, er
spurður er, hyggist slátra. Um annan búpening en sauðfé er
orðasamband þetta ekki haft.
Þessi málsháttur er vafalaust innlendur að uppruna. Eng-
in fjarstæða finnst mér að ætla, að hann sé tekinn úr dag-
legu máli í Suður-Þingeyjarsýslu.1)
Ekki rjúka allar seydur í senn. Scheving II, 10.
1 hinu leiðrétta prentaða eintaki af safni Schevings, sem
geymt er á Landsbókasafninu2), hefur hann skrifað allir seyd-
ir við málsháttinn. Sömu leiðréttingu hefur F.J.3)
Þessi málsháttur er kunnur frá 17. öld:
Ecke riúka aller Seyder senn. G.O. Thes. 38.
Málshátturinn kemur einnig fyrir í handriti frá 18. öld:
Ecki riúka allar seidar4) i senn. Lbs. 1261, 8vo (A.A.).
Afbrigði af þessum málshætti5) kemur fyrir hjá Guðm.
Jónss.:
Af öllum seyðum rýkr nokkuð. Guðm. Jónss. 25.
Þetta afbrigði hefur F.J. einnig tekið í safn sitt.6)
I erlendum málsháttasöfnum, sem ég fór yfir, fann ég
þennan málshátt ekki.
Þótt mér hafi ekki tekizt að finna eldri heimildir um máls-
háttinn en frá 17. öld, er hann vafalaust miklu eldri, og
finnst mér margt benda til þess, að hann sé forn að uppruna.
Orðið seyðir, sem er hér án efa hið upprunalega (shr. og
G.O.), er alkunnugt úr fornu máli, og má benda á þessi dæmi:
Hvem leto þeir
havdi scemra
oc a sæyþi
siþan báro. Sæ.E. 107 (Hymiskv. 15. v.).
1) Sbr. Scheving I, bls. 5.
2) Sjá JS. 441, 4to.
3) Sjá Málsh., bls. 143 og 218.
4) Hér virðist eiga að lesa ar.
5) E. t. v. er þó réttara að segja, að hér sé málsháttur af svipuðu tæi.
6) Sjá Málsh., bls. 143.