Skírnir - 01.01.1957, Page 126
124
Arnheiður Sigurðardóttir
Skírnir
ið margar saman). Upphafleg merking hans mun vera: „ekki
(soðnar) er jafnfljótt soðið í öllum suðuholum“.
1 athugasemdum við málsháttinn í safni G.O. stendur: „Un-
der detta ordsp. har en sen hand (1800-talet) infört Ecki veit'
nær nóg er1)11. Þessi athugasemd virðist mér benda í sömu
átt og ég nú hef tekið fram um merkingu málsháttarins.
Þessi málsháttur kemur ekki fyrir hjá B.H. eða Bl., sem
báðir tilgreina þó ýmsa málshætti með orðinu seyðir, einkum
þó Bl. Virðist það hvarvetna í óeiginlegri merkingu og oft-
ast tákna „laun, afleiðingar“, jafnvel „refsing“. Án efa hefur
þessi málsháttur einnig haft óeiginlega merkingu.
Svo lifir hæna á sköfum sínum, sem ljón á brád sinni.
Scheving I, 48.
Þessi málsháttur mun þýddur úr safni Láles:
Saa læffwer hone aff sith skrab som lowæ aff sith roff.
Med. I, 126 (D.).
í hinu sænska safni er málshátturinn þannig:
swa giwir2) hona aff sith scrap som leon aff sin bradh.
Med. 1,245 (S.).
Þessi málsháttur kemur hvergi fyrir í prentuðum íslenzk-
um málsháttasöfnum öðrum en Schevings, en afbrigði af hon-
um fann ég í málsháttahandriti frá fyrri hluta 17. aldar. Er
það svohljóðandi:
Hænan lifer so wel af sýnu krafse sem leonid af sýnu
Herfange. JS. 6, 8vo (Probl.m.).
Orðið skafa er hjá B.H. þannig þýtt: „qvantum una vice
ex aliqvo scalpitur, saameget, som paa engang kradses af
noget3)“. Bl. tilgreinir einnig skaf (hk., ft. sköf). Báðar
orðmyndirnar þýðir hann „Skrab“, þ. e. „það, sem skafið er
eða krafsað saman“. Eiginleg merking málsháttarins er því:
„hænan lifir jafngóðu lífi á því, sem hún krafsar sér, og ljón-
ið á bráð sinni“.
1 skýringum sínum við safn Láles fjallar Kock um hina
1) G.O. Thes., bls. 38.
2) „Læs liwir“. Med. II, 416.
3) B.H. II, bls.251.