Skírnir - 01.01.1957, Page 131
Skírnir Nokkrir málshættir úr söfnum Hallgríms Schevings 129
Fr. telur svarf merkja „glundroða“ („Tummel, hvorved der
sker stor Omvæltning“). Hann vitnar í sögnina svarfa og tel-
ur hana merkja „valda ruglingi, koma e-u úr skorðum".
I Sturlungu kemur orðið svarf fyrir í vísu í samsetta orð-
inu svarflaus:
Sumar munat þetta
suarflaust vera. Sturl. 1,510 (137. k.).
Hér er orðið sýnilega í sömu merkingu og G.V. talar um.
Af orðalagi kaflans í Fms. finnst mér þó mega ráða, að
höfundur hans hafi lagt annan skilning í orðið svarf (ft.) en
hér hefur komið fram. Ég fæ ekki betur séð en orðið standi
þar í merkingunni „vandræði, þrengingar“. Má einnig benda
á merkingu sagnarinnar sverfa í orðasambandinu er sverfur
að, en það stendur einnig i kaflanum í Fms. Fr. telur, að
sögnin merki þar „komast í klípu“.
Ég hygg málsháttinn standa þarna í eftirfarandi merkingu:
„Þegar í vandræði rekur (í harðbakka slær), reynir hver að
bjarga sér, svo sem hann bezt getur“. Af athugasemd Schev-
ings finnst mér einsætt, að hann hefur haft svipaða merk-
ingu í huga.
Myndin svörfun, sem stendur í AM. 68, fol., er af Fr. og
G.V. talin sömu merkingar og svarf. En eins og sýnt hefur
verið, kemur orðasambandið er i kreppingar kemur og að
sverfur ekki fyrir í því handriti. Allur kaflinn þar á að sýna
þá óreiðu og glundroða, sem skapast, ef enginn einn ræður.
Svörfun virðist því standa þar í merkingunni „glundroði" eða
„ryskingar“. Finnst mér sýnilegt, að þessir tveir höfundar
hafa ekki lagt algerlega sama skilning í málsháttinn, og sýn-
ir þetta dæmi vel, að oft mun torvelt að komast að öruggri
vissu um óeiginlega merkingu málsháttar.
Þessi málsháttur kemur ekki fyrir í greinum þeirra F.J. og
Gerings í Arkiv. Af orðalagi Fms. má þó ráða, að hér sé æva-
forn norrænn málsháttur.
T
Betri er lítill treiníngur, en mikill forstíngur.
Scheving 1,12.
!
9