Skírnir - 01.01.1957, Page 132
Skímir
130 Arnheiður Sigurðardóttir
Þessi málsháttur kemur fyrir í tveimur málsháttasöfnum
frá 18. öld:
Betre er Lytill Treina)ingur enn mikill forstingur.
Lbs. 1261, 8vo (A.).
Betre er treiníngr enn forspreingr. Lhs. 1261, 8vo
(A.A.).
Eins og sjá má af dæmum þessum, ber Scheving alveg sam-
an við Lbs. 1261, 8vo (A.). Samkvæmt því finnst mér ekki
ólíklegt, að málsháttur þessi sé kominn úr safni Eyjólfs á
Völlum2).
Hjá Guðm. Jónss. er málshátturinn svohljóðandi:
Betri er lítill treiníngr, enn stór forsneiðíngr (ofsteit-
íngr). Guðm. Jónss. 52.
Enga þeirra orðmynda, er hér koma fram, forstingur, for-
sneiðingur, forspreingur eða ofsteytingur, hef ég fundið í
orðabókum. Ég mun taka málsháttinn fyrir eins og hann
stendur hjá Guðm. Jónss., þar eð forsneiðingur kemur einnig
fyrir sem afbrigði í málshættinum betri er treiningur en traS-
gjöf, sem hér fer næst á eftir.
ForsneiSingur hygg ég sé myndað af sögninni sneiSa í
merkingunni „skera af“3 4) og for í áherzlumerkingu1). (SneiSa
var notuð í sambandi við ýmsar íslenzkar matartegundir, t. d.
ost og kæfu). Orðið treiningur mun hér merkja „sparleg með-
ferð eða notkun, sparnýtni" (sbr. Bl. „sparsom Brug“).
Málshátturinn mun hafa merkt: „betra er að fara spar-
lega með forðann en ganga of freklega á hann (skerða hann
um of)“.
Afbrigðið ofsteytingur, sem Guðm. Jónss. getur um, kynni
þó að vera upprunalegt í málshættinum. Sögnin steyta er
kunn i merkingunni „fylla, troðfylla“. Bl. gefur dæmið „þum-
allinn á vetlingnum var s. af sandi“. Ofsteytingur merkir
samkvæmt því „offylli“. Merkingin yrði þá hin sama og i
málshætti þeim, er hér fer á eftir.
1) n bætt inn í handritið.
2) Sbr. bls. 96.
3) Sbr. B.H. II, 30S.
4) Sbr. A.J.I. e. W. 6-7, bls. 993.