Skírnir - 01.01.1957, Side 133
Skírnir Nokkrir málshættir úr söfnum Hallgríms Schevings
131
Betri er treiníngur, enn tradgjöf. Scheving I, 6.
Þessi málsháttur er hjá F.J.1), tekinn óbreyttur eftir Schev-
ing, en kemur ekki fyrir í öðrum söfnum, sem ég hef athugað.
Báðir gefa þeir Scheving og F.J. afbrigðið „stór forsneiðing-
ur“ með málshættinum.
Orðið tráSgjöf er kunnugt úr fornu máli. Það kemur fyrir
í Jónsbók í kaflanum Um heykaup við þrjót. Dæmið er svo-
hljóðandi:
ok þar er hey finz til afhlaups ætli fyrst hrossum bónda
traðgjöf til sumars, sauðfé og geitum til fardaga, mjólk-
kúm til þings. Jónsb. VII, bls. 139.
Orðið merkir hér „full gjöf“ (þ. e. sú gjöf, sem ætla verð-
ur hverri skepnu í húsi (án beitar)).
G.A. hefur þekkt þessa frásögn, því að hann vitnar einmitt
í orðalag kaflans í lögbókinni, en hann virðist telja orðið traS-
gjöf eingöngu merkja „gefa á traðir“.2)
Orðið kemur fyrir í handriti frá fyrri hluta 18. aldar í svip-
aðri merkingu og í Jónsbók:
Sagina . . . Fodur, Tradgiof. J.Á. Nucl., 1450 (Ob.).
B.H. farast svo orð:
Tradgiöf . . . dicitur, ubi fænum exportatur in pascua,
sub sepimenta, siges naar Hoet bringes ud til Kreatu-
rene i Læ ved Gjærderne og der fortæres . . . saginatio,
Mæsken, Feden. B.H. II, 389.
Fyrri þýðingin er sennilega frá G.A. Síðari merkingin er
sú, er fram kemur í málshættinum. Hann mun merkja „betra
er að fóðra búpeninginn sparlega en stríðala hann (fóðra
hann um of)“.
Orðið tráSgjöf og sögnin traðgefa koma víða fyrir í ritum
frá 18. öld (sbr. Ob.). Sem dæmi nefni ég:
hverra [o: kúa} mjólkursótt, ásamt ofmegnu fódri og
tradgjöf um burd . . . sameinast til ad qveikja þessa
bruna-sótt í blódi og inníflum. Klp. IX, 130 (Ob.).
ci má so tradgefa til Fardaga ad hálfeted heyed se tek-
ed úr básunum. M.Ket. It., 6 (Ob.).
1) Málsh., bls. 167.
2) Hertzberg telur (sbr. N.G.L.), að það sé frummerking orðsins.