Skírnir - 01.01.1957, Side 144
142
Hermann Pálsson
Skírnir
laust að tortryggja þá sögn, að þeir Ubbi hafi verið synir hins
fræga víkingahöfðingja.
Nokkrum árum eftir fall Játmundar var farið að telja hann
helgan mann á Englandi. Mun það ekki sízt hafa valdið helgi
hans, að hann hafði fallið fyrir heiðnum víkingum.
Fyrsta ritið, sem samið var um Játmund, er á latínu og
heitir Passio sancti Eadmundi (Píning heilags Játmundar) .2)
Það var samið um 985. Höfundur þess var franski munkur-
inn Abbo, sem starfaði í klaustrinu Fleury-sur-Loire á síðara
hluta 10. aldar. Abbo dvaldist um skeið á Englandi og skrif-
aði ritið eftir tilmælum munkanna í Ramsay. Ritið fjallar
einkum um píningu Játmundar, eins og nafnið bendir til, en
auk þess er getið um nokkrar jarteiknir, sem urðu eftir dauða
hans. Þótt ritið sé mjög helgisagnakennt, segist höfundur hafa
samið það eftir traustum heimildum. Hann rekur feril sagn-
arinnar um dauða Játmundar til „sverðbera" Játmundar sjálfs.
Sverðberinn hafði sagt Aðalsteini konungi söguna, svo að Dun-
stan erkibiskup (909—988) heyrði, en Dunstan sagði Abbo.
Sverðberi Játmundar hefur vitanlega verið orðinn aldraður
maður á ríkisstjórnarárum Aðalsteins konungs (924—939)
og Dunstan ungur, þegar hann heyrði söguna. Abbo beitir
því svipaðri aðferð um tilvitnun til heimildarmanna og Ari
gerði síðar, þótt að öðru leyti séu þessir sagnaritarar harla
ólíkir. En hitt verður vitanlega að hafa í huga, þegar þeir
eru bomir saman, að markmið þeirra voru jafnólík og ritin,
sem þeir sömdu. Abbo beitir fjöður sinni til að efla helgi Ját-
mundar, en Ari er að skrifa útdrátt úr sögu heillar þjóðar.
Um það bil einum áratug eftir, að Abbo reit píningarsög-
una, var henni snúið á ensku, og er sú þýðing enn til eins og
frumritið. Þýðandi var enski munkurinn og fræðimaðurinn
Ælfric, sem var einn helzti þýðandi og rithöfundur Englend-
inga um þær mundir.3) Þýðingin er í hálfbundnu máli,
stuðluðu, en frjálsari um hrynjandi en venjulegur kveðskap-
ur. Þýðing Ælfrics er styttri en rit Abbos, enda hefur hann
sleppt nokkru úr. Þó hefur þýðingin eitt atriði fram yfir frum-
ritið, sem skiptir okkur nokkru máli. Abbo getur ekki dánar-
árs Játmundar, en Ælfric segir, að Ingvar hafi komið til