Skírnir - 01.01.1957, Síða 150
148
Hermann Pálsson
Skírnir
öðrum, eftir því sem tímar liðu. Varðveizla einstakra rita var
vitanlega að nokkru leyti undir því komin, hve mikilli út-
breiðslu þau náðu. Hin mörgu eftirrit sumra sagna af helg-
um mönnum stöfuðu meðal annars af því, að kirkjur, sem
helgaðar voru dýrlingum, reyndu að eignast eintök af sög-
um þeirra. Á fslandi virðist engin kirkja hafa verið helguð
Játmundi, að minnsta kosti eru ekki heimildir fyrir því, að
svo hafi verið, og er þetta í sjálfu sér næg skýring á því, að
saga hans hefur glatazt.
VI
Eitt af einkennum íslenzkrar kristni á 11. öld voru víðtæk
ensk áhrif, og að sjálfsögðu gætti þeirra lengur fram eftir.
fslenzkt kirkjumál var mjög sniðið eftir enskri tungu, og er
enn í notkun fjöldi enskra tökuorða, sem bárust þá til fslands.
Á 11. öld störfuðu hér enskir trúboðsbiskupar, og efalaust hafa
þá verið hér margir prestar frá Englandi. Á 13. öld voru hér
prestar, sem báru ensk nöfn, og er líklegt, að miklu meira
hafi verið um þá á 11. og 12. öld.11) Einn hinna ensku trú-
boðsbiskupa var kallaður Bjarnharður bókvísi, og gefur viður-
nefnið bendingu um lærdóm og ritstörf. Annar trúboðsbiskup
hét Hróðólfur og dvaldist nítján ár á fslandi. Þegar hann fór,
skildi hann eftir þrjá munka á Bæ í Borgarfirði. Þriðji trú-
boðsbiskupinn, sem sennilega var enskur, þótt þjóðernis hans
sé ekki getið í heimildum, var Kolur, sem kom til íslands á
dögum ísleifs biskups. Trúboðsbiskuparnir og aðrir enskir
kirkjumenn, sem störfuðu á íslandi, hafa haft margvísleg
áhrif á íslenzkar menntir, og er það mjög sennilegt, að þeir
hafi kynnt enskan dýrling á íslandi. Og einmitt á þessum
tíma fór helgi Játmundar sívaxandi á Englandi, og gat því
naumast hjá því farið, að hennar gætti eitthvað á íslandi um
leið. Enskir klerkar á ll.öld hafa hlotið að undirbúa jarð-
veginn undir íslenzkt rit um Játmund helga.
VII
Eins og kunnugt er, var Þuríður Snorradóttir ein af heim-
ildarmönnum Ara fróða um upphaf landsbyggðar á fslandi