Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 151
Skírnir
Játmundar saga hins helga
149
miðað við dauða Játmundar helga. Hér að framan var á það
minnzt, að Þuríður muni hafa farið eftir fornri íslenzkri arf-
sögn, sem varðveitzt hafði með afkomendum tJlfrúnar Ját-
mundardóttur. En Þuríður hafði auk þess aðstöðu til að kynn-
ast sögnum af Játmundi eftir öðrum leiðum. Einn bræðra
hennar var Guðlaugur, sem gerzt hafði munkur á Englandi
snemma á ll.öld.12) Efalaust hefur honum verið kunnugt
um, að ættir hans voru raktar til Játmundar helga, og er því
líklegt, að hann hafi gert sér far um að kynna sér sem bezt
sagnir af þessum forföður sínum, sem naut þá svo mikillar
helgi og frægðar á Englandi. Og Guðlaugur hefur einnig getað
orðið til þess að kynna frændum sínum á Islandi sagnir um
Játmund, og Þuríður systir hans er ekki ólíkleg til að hafa
orðið þess fróðleiks aðnjótandi.
Sú spurning hlýtur að lokum að vakna, hvort Ari sjálfur
muni ekki hafa átt einhvern þátt í því, að saga um Játmund
var rituð á íslenzku. Mörg einstök atriði benda til, að svo muni
hafa verið. Hér verður drepið lauslega á þá þætti, sem styðja
þessa tilgátu.
Af ummælum Snorra í formála Heimskringlu verður ráð-
ið, að Ari hafi kynnt sér sögur enskra konunga og ritað eitt-
hvað um þá á íslenzku. Hvers konar verk það hefur verið,
er ekki unnt að segja, en brot úr því virðast hafa komizt inn
í Heimskringlu og önnur rit. 1 þessu sambandi má minna á.
að Snorri hefur notað helgisögn um Játmund í Heimskringlu,
og má vera, að hún sé eitt þeirra atriða, sem Snorri hefur
þegið frá Ara.
I öðru lagi rakti Ari ætt sína til Játmundar, og hefur það
hlotið að ýta sérstaklega undir hann að rita um þann kon-
ung fremur en aðra. Og enn má minna á það, að ein heim-
ildarkona Ara átti munk á Englandi að bróður, og eftir þeirri
leið hefur Ari getað kynnzt einhverju um Játmund, sem ekki
var í letur fært.
I þriðja lagi er rétt að vekja atygli á uppeldi Ara í IJauka-
dal. Fóstri hans þar og lærifaðir var Teitur ísleifsson, sem
verið hafði í fóstri hjá Halli Þórarinssyni. Eins og að framan
getur, mun Kolur biskup hafa verið enskur, en hann dvald-