Skírnir - 01.01.1957, Page 154
SIGFÍJS H. ANDRÉSSON:
ÞORLEIFUR LÖGMAÐUR KORTSSON.
Fáir íslenzkir lögmenn hafa hlotið harðari dóma hjá sagna-
mönnum síðari tíma en Þorleifur Kortsson. Telja þeir honum
að jafnaði fátt til lofs og segja hann hafa verið lítinn skörung
i öðru en ofsækja menn og brenna fyrir galdra. Hjá samtíð-
armönnum sínum hefir Þorleifur á hinn bóginn yfirleitt not-
ið mikils álits, svo sem sýnt mun verða fram á í því, sem
hér fer á eftir.
Þorleifur lögmaður mun fæddur kringum 1620. Voru for-
eldrar hans Kort Þormóðsson klausturhaldari á Kirkjubæjar-
klaustri á Síðu og Þórunn Hákonardóttir. Korts Þormóðsson-
ar er lítið getið í heimildum, enda varð hann skammlifur, tal-
inn dáinn um 1633. Hins vegar er Þormóðs Kortssonar, afa
Þorleifs, allmikið getið í alþingisbókum á árunum 1598—1624.
Þá hélt hann Kirkjubæjarklaustur, hafði umboð Skógajarða
undir Eyjafjöllum og var um skeið lögréttumaður í Skafta-
fellsþingi. Faðir Þormóðs og langafi Þorleifs lögmanns er
yfirleitt talinn hafa verið þýzkur kaupmaður frá Hamborg
og er í íslenzkum heimildum kallaður Kort Lýðsson, en mun
hafa heitið Kurt Lydersen. Heimild, sem komin er frá Árna
Magnússyni,1) telur þó mann þennan hafa verið danskan og
eitthvað menntaðan. Segir þar, að hann hafi farið til Islands,
orðið hér ástfanginn af íslenzkri konu og ílenzt á Islandi. Vel
getur verið, að Kort Lýðsson hafi verið dansk-þýzkur að upp-
runa, en það, sem skiptir meginmáli, er, að afkomendur hans
og hinnar islenzku konu festu rætur hér á landi og giftust
inn í íslenzkar höfðingjaættir, enda urðu þeir Þormóður Korts-
son og sumir synir lians og sonasynir allmiklir atkvæðamenn
i Skaftafellsþingi og Rangárþingi.
Þórunn, móðir Þorleifs lögmanns, var dóttir Hákonar sýslu-
manns Björnssonar, sem lengi bjó að Nesi við Seltjörn, og