Skírnir - 01.01.1957, Síða 156
154
Sigfús H. Andrésson
Skímir
fullvíst, að Þorleifur hafi fengið góða fræðslu í lögum og öðr-
um hagnýtum fræðum undir handarjaðri hans. Það er líka
talið, að Guðmundur hafi mjög stutt hann til frama, enda
hafði hann góða aðstöðu til þess vegna auðs síns og álits og
tengda við aðrar innlendar höfðingjaættir. Til dæmis var
Halldóra, kona hans, dóttir Ara sýslumanns Magnússonar í
Ögri, sem hafði mikil völd um Vestfjörðu, og dótturdóttir
Guðbrands biskups Þorlákssonar.
Árið 1652 gekk Þorleifur að eiga Ingibjörgu dóttur Jóns
sýslumanns eldra Magnússonar í Haga á Barðaströnd, Jóns-
sonar sýslumanns prúða. Var hún því af hinni svo nefndu
Svalbarðsætt, sem um langt skeið mátti sín mikils hér á landi.
Ingibjörg hafði verið tvígift, er Þorleifur fékk hennar, en
misst menn sína báða eftir stutta sambúð og auk þess barn
það, sem hún átti með öðrum eiginmanni sínum. Var brúð-
kaup þeirra Þorleifs haldið á Þingeyrum hjá Guðmundi Há-
konarsyni, enda voru þær Halldóra húsfreyja og Ingibjörg
bræðradætur, og þar hafði Ingibjörg dvalið um nokkur ár,
eftir að hún varð ekkja í annað sinn. I Seyluannál, sem er
samtimaheimild eins og annálar þeir, sem vitnað verður í
síðar, farast Halldóri lögréttumanni Þorbergssyni svo orð um
brúðkaupið: „Þar var margt stórmenni og heiðarlega veitt.
Þorleifur var vel framaður maður, vitur og vel að sér í mörg-
um hlutum“3).
öllum heimildum ber saman um það, að Þorleifur hafi ver-
ið búhöldur mikill og auðsæll. Það er og sagt, að þegar þau
Ingibjörg giftu sig, hafi hann talizt eiga 2 hundruð hundraða
en hún þrjú hundruð hundraða eða meir4), en þessar eignir
hefir hún sjálfsagt að allmiklu leyti fengið eftir fyrri menn
sína og barn sitt. Svo sem þá var venja manna, er söfnuðu
auði, lagði Þorleifur lausafé sitt í jarðir, enda var það öldum
saman eina leiðin fyrir menn hér á landi til að ávaxta fé sitt,
að leggja það í jarðir og búpening. Á næstu árum keypti hann
t. d. Prestbakka og Bæ í Hrútafirði og bjó þar, þangað til
hann fékk Þingeyraklaustur að léni árið 1663.
Kvonfang af göfugum ættum var á þessum tímum mikils-
verður styrkur hverjum þeim, sem komast vildi til einhvers