Skírnir - 01.01.1957, Side 157
Skírnir
Þorleifur lögmaður Kortsson
155
írama, og er ekki að efa, að ráðahagurinn hefir orðið Þorleifi
til mikils framdráttar. Sama árið sem hann kvæntist, eða nán-
ar tiltekið eftir lát Ara Magnússonar í ögri, varð hann sýslu-
maður í hálfri Isafjarðarsýslu, og um svipað leyti fékk hann
norðurhluta Strandasýslu. Bróðursonur konu hans, annáls-
höfundurinn Magnús Magnússon á Eyri í Seyðisfirði vestra,
hafði hinn hluta Isafjarðarsýslu á móti honum, en lögsagn-
arastörfum fyrir Þorleif gegndi í ísafjarðarsýslu mágur hans,
Gísli Jónsson í Reykjarfirði. Hálfa Strandasýslu móts við Þor-
leif hafði fyrst Jón Magnússon á Reykhólum, sonarsonur Ara
í ögri, en síðan Magnús sonur Jóns, en hann varð seinna
eftirmaður Þorleifs í lögmannssæti. Sést af þessu, hversu sýslu-
völd í þessum tveim sýslum héldust í höndum ættingja og
venzlamanna Ara í ögri, en sjálfur hafði hann haldið þær
lengi.
Svo sem kunnugt er, var öll aðstaða sýslumanna fyrr á
tímum mjög frábrugðin því, sem nú er. Að vísu höfðu þeir
dómsvald í sýslum sínum þá eins og nú, en engin ákveðin
krafa var gerð til menntunar þeirra, og sama er raunar að
segja um aðra veraldlega embættismenn á þessum tíma. Dóm-
ar voru þá yfirleitt kveðnir þannig upp, að sýslumenn í hér-
aði og lögmenn, hvort heldur sem var á alþingi eða í lög-
mannsdæmum þeirra, nefndu vissan fjölda manna, venju-
legast 6 eða 12, til að dæma í málum og úrskurðuðu svo venju-
lega eftir á um niðurstöðu dómsmanna sinna. Annar regin-
munur á aðstöðu sýslumanna þá og nú er, að þá fengu sýslu-
menn sýslur sínar að léni af konungi gegn vissu ársafgjaldi
og til ákveðins tíma í senn, oft þriggja ára. Var algengt, að
sýslur og umboð konungsjarða væru boðin upp á alþingi og
hlaut yfirleitt sá, er borga vildi hæst afgjald, en oft var þetta
veitt án uppboðs. Þá var það og venja, að sýslumenn fengju
nokkurn hluta sakeyris úr sýslum sínum, helzt sektir fyrir
minni háttar afbrot, og má fara nærri um, hve allt þetta fyr-
irkomulag hefir hlotið að ýta undir tilhneigingu flestra þess-
ara manna til að gera sér allt að féþúfu í lénum sínum, enda
urðu þeir margir stórauðugir. Enn var það, að sami maður
gat haft að minnsta kosti tvær sýslur samtímis, en varð þá