Skírnir - 01.01.1957, Side 160
158
Sigfús H. Andrésson
Skírnir
lögmanns á Islandi fyrir norðan og vestan Það var
ekki fyrr en í lok aldarinnar, að konungur tók að skipa lög-
menu upp á sitt eindæmi.
Ef fleiri en einn maður var í lögmannskjöri á alþingi, var
það algengt, að varpað væri hlutkesti um þá, og svo hefir ver-
ið í þetta skipti. Með Þorleifi voru í kjöri Gísli sýslumaður
á Hliðarenda, sonur fráfarandi lögmanns, en hann er kunnur
undir nafninu Vísi-Gísli, og Sigurður sýslumaður Jónsson í
Einarsnesi, sem árið eftir varð lögmaður sunnan lands og
austan eftir Árna Oddsson. Sagt er, að meirihluti þingheims
hafi viljað Gísla í lögmannssætið, en hann aftekið það með
öllu.
Séra Jón Halldórsson virðist ekki hafa haft mikið álit á
Þorleifi og telur það hafa verið vegna þess orðs, sem hann
hafði þá þegar fengið á sig fyrir röggsemi gegn galdramönn-
um, að hann var í lögmannskjöri með þeim Gísla og Sigurði,
sem þá hafi verið meðal helztu fyrirmanna landsins. Bendir
séra Jón og á þá staðreynd, að Þorleifur þótti heldur fámál-
ugur og aðsópslítill á þingum og fremur óhöfðinglegur, þar
eð hann var bæði lítill vexti og einsýnn. En þess ber þó að
minnast, að Þorleifur mun almennt hafa talizt vera vel fram-
aður og vel að sér, og auk þess var hann af góðum ættum
og venzlaður mörgum höfðingjum.
Sigurður Jónsson í Einarsnesi var embættisbróðir Þorleifs
til dauðadags 1677, en síðan Sigurður Björnsson, og voru þeir
Þorleifur þremenningar að frændsemi. Virðist mjög vcl hafa
farið á með Þorleifi og embættisbræðrum hans.
Lögmannsembættið hefir vafalaust ávallt þótt mikil virð-
ingarstaða, enda æðsta veraldlega embætti, sem Islendingi
gat hlotnazt hér á landi á þessum tíma, þar eð það var orðin
föst venja, að eingöngu danskir menn væru æðstu umboðs-
menn konungs á Islandi. Störf lögmanna voru aðallega dóms-
störf, og hafa þau verið allumfangsmikil, þar sem lögmenn
voru bæði oddvitar lögréttu og einnig ásamt biskupunum fyr-
irsvarsmenn þjóðarinnar gagnvart konungsvaldinu. Oft kváðu
þeir líka upp dóma heima í héruðum í málum, sem sýslu-
menn skutu til þeirra. Þá áttu lögmenn og að veita mönnum,