Skírnir - 01.01.1957, Side 165
Skírnir
Þorleifur lögmaður Kortsson
163
dauða á mönnum eða skepnum, eða aðeins, að fundizt höfðu
í fórum þeirra blöð eða annað með galdrastöfum á. Þætti hið
fyrrnefnda sannast á menn, sluppu þeir sjaldan við bálið,
en hlutu venjulegast eina eða tvær húðlátsrefsingar fyrir
hið síðarnefnda.
Áður en Þorleifur varð lögmaður, átti hann þátt í að kveða
upp þrjá brennudóma í Strandasýslu haustið 1654 og tvo í
Isafjarðarsýslu vorið 1656. Af þeim gögnum, sem varðveitzt
hafa frá dómum þessum, verður ekki séð, að Þorleifur hafi
átt meiri þátt í þeim en meðsýslumenn hans, þótt samtíma-
annálar hrósi honum einum fyrir. Til dæmis segir Fitja-
annáll: „Það haust [1654] lét Þorleifur Kortsson, sýslumað-
ur í Strandasýslu (er síðar varð lögmaður) brenna þrjá galdra-
menn í Trékyllisvík, Þórð Guðbrandsson, Egil og Grím“13).
Um brennuna í Isafjarðarsýslu 1656 segir Seyluannáll með-
al annars: „Þar var þá sýslumaður Þorleifur Kortsson. Varð
hann af þessu mjög lofaður af öllum mönnum og nafnfrægur,
þar honum lukkaðist svo vel af að koma þeirri vondu djöfuls-
konst“14). Þorleifi til hróss leggja þannig samtíðarmenn hans
sem mesta áherzlu á þau embættisverk hans, er síðar hafa
verið lögð honum mest til lasts og eigna honum einum brennu-
dóma, sem aðrir virðast hafa átt jafnmikla hlutdeild í. Ann-
ars er ekki ólíklegt, að Þorleifur hafi orðið fyrir allmiklum
áhrifum af galdratrú, meðan hann dvaldi í Þýzkalandi, en
þar voru þá galdrabrennur daglegir viðburðir. Eftir heim-
ildum að dæma hefir hann þó farið fremur varlega af stað
í meðferð fyrmefndra galdramála, en þegar fram í sótti, hafa
bæði hann og aðrir, sem þarna áttu hlut að máli, misst á sér
alla stjórn, enda héldu flestir í þessum byggðarlögum sig verða
fyrir meiri eða minni ásókn djöfulsins, þegar galdraæðið stóð
þar sem hæst. 1 ísafjarðarsýslu var sakaráberinn líka sjálfur
sóknarpresturinn. Er hér um að ræða mál séra Jóns Magn-
ússonar þumlungs gegn Kirkjubólsfeðgum15).
Allir þessir dómar vom staðfestir af lögréttu sumarið eftir,
að þeim hafði verið fullnægt, og var það algeng málsmeðferð
á þessum tímum. Er þá oft svo að orði komizt í alþingisbók-
um um galdradómana, að „bæði lögmenn og allir guðhræddir