Skírnir - 01.01.1957, Síða 166
164
Sigfús H. Andrésson
Skimir
menn, utan lögréttu og innan, ályktuðu, að þeir dómar væru
eftir lögum kristilega ályktaðir“, og stundum segir enn frem-
ur: „og ætti þakklæti með fylgja við þá sýslumenn, sem svo
réttvíslega og guðrækilega framfylgja réttinum í svoddan
málum“16).
Af þeim 25 manns, sem teknir voru af lífi fyrir galdra hér
á landi, voru 14 líflátnir í lögmannstíð Þorleifs, og virðast
þeir allir hafa verið úr lögmannsdæmi hans, en yfir mörg-
um þeirra voru kveðnir upp endanlegir dómar á alþingi, og
því er ekki hægt að eigna Þorleifi þá einum. Hann virðist
heldur ekki hafa verið óvarfærnari en gekk og gerðist um
dómara þessa tíma, nema síður væri. Er sýslumenn skutu
málum til hans þar, sem um þunga dóma var að ræða, og
lægju ekki fyrir skýlausar játningar sakborninga eða annað
það, sem töldust órækar sannanir, var hann vanur að láta
senda sér þá ákærðu heim til Þingeyra til frekari yfirheyrslu
eða vísa málum þeirra til alþingis.
Athafnamesti sakaráberi í galdramálum í lögmannstíð Þor-
leifs Kortssonar var séra Páll Björnsson í Selárdal, sem er
talinn hafa verið einhver lærðasti Islendingur á 17. öld, og
var prófastur í Barðastrandarsýslu allan síðari hluta aldar-
innar. Auk mikils lærdóms í guðfræði og tungumálum og
öðrum slíkum fræðum þótti hann vel að sér í stærðfræði og
náttúrufræði og var gæddur framúrskarandi hugvitssemi á
ýmsum sviðum. Naut hann því afarmikils álits samtíðar-
manna sinna, sem von var. En þrátt fyrir hinn mikla lær-
dóm og gáfur var séra Páll gagntekinn af galdratrú samtíðar
sinnar, og getur engum dulizt, hvílík áhrif slíkur maður, sem
gæddur var mikilli mælsku, hlaut að hafa á skoðanir lands-
manna, ekki sízt sóknarbarna sinna og annarra Vestfirðinga,
er hann hamaðist gegn galdramönnum.
Séra Páll varð ekki beinlínis sjálfur fyrir galdraofsóknum,
en kona hans, Helga Halldórsdóttir, átti við mikið heilsuleysi
að stríða, og taldi maður hennar það stafa af göldrum. Virð-
ist hann hafa verið fundvís á sökudólga, því að alls tókst
honum að koma 5 manns á bálið fyrir þessar sakir á árunum
1669—1678. Að því er bezt verður séð, hefir Þorleifur lög-